Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047
Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti bæjarráðs yfirfarinn.
2.Stefnumótun og gerð langtíma fjárhags- og rekstraráætlunar Ísafjarðarbæjar - 2019030079
Lagðar fram tillögur Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs og Stefaníu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, varðandi útfærslur verkefna og tillagna úr skýrslu HLH ehf. um stjórnsýsluúttektar Ísafjarðarbæjar.
Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri, Stefanía Ásmundsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs og Ásgerður Þorleifsdóttir, deildastjóri launadeildar mæta til fundar til að kynna útfærslur verkefna og tillagna úr skýrslu HLH ehf.
Bæjarráð þakkar fyrir samantektina.
Bæjarráð þakkar fyrir samantektina.
Ásgerður yfirgefur fundinn kl. 9:07. Stefanía, Margrét og Edda yfirgefa fundinn kl. 10:32.
Gestir
- Stefanía Ásmundsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:05
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:05
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:05
- Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:05
- Ásgerður Þorleifsdóttir, deildastjóri launadeildar - mæting: 08:05
3.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022
Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 5. júní 2020, vegna kauptilboðs íbúðar að Sindragötu 4a, íbúð 303, en lagt er til að framkomnu tilboði verði hafnað.
Bæjarráð samþykkir að hafna tilboðinu að svo stöddu.
4.Fífutunga 4, umsókn um einbýlishúsalóð - 2020060072
Lögð er fram umsókn Hafsteins Sigurðarsonar, dags. 19. júní 2020, ásamt fylgigögnum, um tilbúna lóð að Fífutungu 4, Ísafirði, með fyrirvara um áframhald á niðurfellingu gatnagerðargjalda í Tunguhverfi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Hafsteinn Sigurðsson fái lóð við Fífutungu 4, Ísafirði, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda til bæjarráðs.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Hafsteinn Sigurðsson fái lóð við Fífutungu 4, Ísafirði, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að fella niður gatnagerðargjöld.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar og er tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar um að veita Hafsteini Sigurðssyni lóð við Fífutungu 4 samþykkt.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar og er tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar um að veita Hafsteini Sigurðssyni lóð við Fífutungu 4 samþykkt.
5.Mjólká, Hofsárdalur -strenglagning. Ósk um framkvæmdaleyfi að gangamunna - 2020060051
Helgi Guðmundsson hjá Orkubúi Vestfjarða ohf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir strenglagningu frá Mjólkárvirkjun, Arnarfirði og að Dýrafjarðagangamunna í Hofsárdal. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 11. júní s.l. og loftmynd með lagnaleið dags. 29. maí 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að veita framkvæmdaleyfi fyrir strenglagningu frá Mjólkárvirkjun að Dýrafjarðargangamunna.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að veita framkvæmdaleyfi fyrir strenglagningu frá Mjólkárvirkjun að Dýrafjarðargangamunna.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir strenglagningu.
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir strenglagningu.
Axel yfirgefur fundinn kl. 10:59.
6.Framlag til úttektar á rekstri málaflokks fatlaðra - 2020060048
Lagt fram til kynningar bréf Guðna Geirs Einarssonar og Tinnu Dahl Christiansen, f.h. samgöngu- og svetiarstjórnarráðherra, dags. 9. júní 20202, þar sem upplýst er um samþykki ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga varðandi framlag sem numið getur allt að 5 m.kr. vegna úttektar á rekstri málaflokks fatlaðra.
Jafnframt lagt fram til kynningar bréf Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 8. apríl 2020, vegna umsóknar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að komið verði til móts við kostnað vegna stjórnsýsluúttektar á málefnum fatlaðra, skýrslu HLH ráðgjafar ehf.
Jafnframt lagt fram til kynningar bréf Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 8. apríl 2020, vegna umsóknar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að komið verði til móts við kostnað vegna stjórnsýsluúttektar á málefnum fatlaðra, skýrslu HLH ráðgjafar ehf.
Lagt fram til kynningar.
7.Verkefnastjóri á Flateyri - nýsköpunar- og þróunarverkefni í kjölfar snjóflóða 2020 - 2020040039
Lagt fram minnisbréf Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 25. júní 2020, þar sem lögð er til skipun tveggja stjórnarmanna fyrir hönd Ísafjarðarbæjar í verkefnisstjórn með vísan til samnings um stöðu verkefnastjóra á Flateyri.
Lagt er til að Birgir Gunnarssonar og Daníel Jakobsson verði skipaðir fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.
Fyrir hönd Vestfjarðastofu hefur verið skipuð Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, og fyrir hönd íbúa á Flatyeyri hafa verið skipuð Guðrún Guðmundsdóttir og Bernharður Guðmundsson.
Lagt er til að Birgir Gunnarssonar og Daníel Jakobsson verði skipaðir fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.
Fyrir hönd Vestfjarðastofu hefur verið skipuð Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, og fyrir hönd íbúa á Flatyeyri hafa verið skipuð Guðrún Guðmundsdóttir og Bernharður Guðmundsson.
Bæjarráð samþykkir að Birgir Gunnarsson og Daníel Jakobsson verði skipaðir fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.
Nanný Arna Guðmundsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
„Fulltrúi Í-listans í bæjarráði getur ekki samþykkt þessa tilnefningu þar sem hún brýtur í bága við nýsamþykkta mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar, en samkvæmd þriðju grein hennar segir „við skipan í nefndir, ráð og stjórnir á vegum sveitarfélagsins skal þess gætt að hlutfall kynja sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Við tilnefningu skal leitast við að veita öllum tækifæri til þátttöku og mikilvægi fjölbreytni höfð að leiðarljósi.““
Nanný Arna Guðmundsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
„Fulltrúi Í-listans í bæjarráði getur ekki samþykkt þessa tilnefningu þar sem hún brýtur í bága við nýsamþykkta mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar, en samkvæmd þriðju grein hennar segir „við skipan í nefndir, ráð og stjórnir á vegum sveitarfélagsins skal þess gætt að hlutfall kynja sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Við tilnefningu skal leitast við að veita öllum tækifæri til þátttöku og mikilvægi fjölbreytni höfð að leiðarljósi.““
8.Minjasjóður Önundarfjarðar - 2020 - 2020060015
Lagt fram minnisbréf Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 25. júní 2020, þar sem lagt er til að Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða, og Helena Jónsdóttir, verkefnastjóri Flateyrar, verði kosnar af Ísafjarðarbæ sem fulltrúar í stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar.
Bæjarráð samþykkir að Jóna Símonía Bjarnadóttir og Helena Jónsdóttir verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar í stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar.
Nanný Arna Guðmundsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
„Fulltrúi Í-listans í bæjarráði getur ekki samþykkt þessa tilnefningu þar sem hún brýtur í bága við nýsamþykkta mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar, en samkvæmd þriðju grein hennar segir „við skipan í nefndir, ráð og stjórnir á vegum sveitarfélagsins skal þess gætt að hlutfall kynja sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Við tilnefningu skal leitast við að veita öllum tækifæri til þátttöku og mikilvægi fjölbreytni höfð að leiðarljósi.““
Nanný Arna Guðmundsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
„Fulltrúi Í-listans í bæjarráði getur ekki samþykkt þessa tilnefningu þar sem hún brýtur í bága við nýsamþykkta mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar, en samkvæmd þriðju grein hennar segir „við skipan í nefndir, ráð og stjórnir á vegum sveitarfélagsins skal þess gætt að hlutfall kynja sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Við tilnefningu skal leitast við að veita öllum tækifæri til þátttöku og mikilvægi fjölbreytni höfð að leiðarljósi.““
9.Minningarskjöldur Bókverslunar Jónasar Tómasar - 2020060109
Lagt er fram erindi frá Gunnlaugi Jónassyni, dags. 23. júní 2020, þar sem óskað er eftir heimild til þess að setja minningarskjöld í gangstétt framan til við Bókaverslun Jónasar Tómassonar, vegna 100 ára afmælis verslunarinnar.
Bæjarráð samþykkir beiðnina og vísar samþykkt á útfærslu til sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.
10.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018-2020 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 25. maí 2020, ásamt umsókn Þorbjargar A. Sigurðardóttur, f.h. Bryggjukaffis, vegna rekstrarleyfis fyrir veitingastað í flokki II að Hafnarstræti 4, Flateyri.
Jafnframt lögð fram umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2020, vegna málsins.
Jafnframt lögð fram umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2020, vegna málsins.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfis til Þorbjargar A. Sigurðardóttur, f.h. Bryggjukaffis, vegna rekstrarleyfis fyrir veitingastað í flokki II að Hafnarstræti 4, Flateyri.
11.Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi - drög að tillögu að matsáætlun - 2016090039
Lögð er fram umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, 25. júní 2020, vegna mats á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis Arnarlax í Ísafjarðardjúpi, um framleiðslu á 10.000 tonnum af laxi á ári, en beiðni þar að lútandi barst frá Skipulagsstofnun 8. maí 2020, og var tekin fyrir í bæjarráði þann 18. maí 2020, og í skipulags- og mannvirkjanefnd þann 20. maí 2020.
Bæjarráð, sem fer með fullnaðarákvörðun mála í sumarleyfi bæjarstjórnar samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa.
12.Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. í Dýrafirði og Patreks- og Tálknafirði - 2020060108
Lagður fram tölvupóstur frá Steinari Rafni Beck Baldurssyni, f.h. Umhverfisstofnunar, dags. 24. júní sl., þar sem vakin er athygli á auglýsingu um tillögu að breytingu á starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. vegna sjókvíaeldis í Dýrafirði, Patreksfirði og Tálknafirði.
Umhverfisstofnun kallar eftir athugasemdum við breytinguna og skulu þær vera skriflegar og sendar til Umhverfisstofnunar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 24. júlí 2020.
Umhverfisstofnun kallar eftir athugasemdum við breytinguna og skulu þær vera skriflegar og sendar til Umhverfisstofnunar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 24. júlí 2020.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við breytingu á starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. vegna sjókvíaeldis í Dýrafirði, Patreksfirði og Tálknafirði.
13.Greiðsla ríkissjóðs á kostnaði sveitarfélaga vegna forsetakosninga 2020 - 2020060107
Lagt fram til kynningar bréf Bryndísar Helgadóttur og Hjördísar Stefánsdóttur, f.h. dómsmálaráðherra, dags. 24. júní 2020, þar sem upplýst er um greiðslu kostaðar ríkissjóðs til sveitarfélaga vegna forsetakosninga 2020.
Lagt fram til kynningar.
14.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ný vefgátt - 2020060103
Lagt fram bréf Guðna Geirs Einarssonar og Tinnu Dahl Chistiansen, f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 22. júní 2020, þar sem ný vefgátt Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er kynnt, en umrædd vefgátt er til rafrænnar upplýsingamiðlunar milli JÖfnunarsjóðs og sveitarfélaga.
Þá er óskað eftir að sveitarfélagið skili inn upplýsingum um þann tengilið sem sér um upplýsingaskil í vefgáttina. Frestur er til 3. júlí 2020.
Þá er óskað eftir að sveitarfélagið skili inn upplýsingum um þann tengilið sem sér um upplýsingaskil í vefgáttina. Frestur er til 3. júlí 2020.
Lagt fram til kynningar.
15.Vestfjarðastofa - Greiningarskýrsla um Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar - 2020040012
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sigríðar Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dags. 24. júní 2020, ásamt greiningarskýrslu um Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar á Vestfjörðum.
Lagt fram til kynningar.
16.BsVest - aðalfundur 2020 - 2020050014
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sifjar Huldar Albertsdóttur, framkvæmdastjóra Byggðasamlags Vestfjarða, dags. 16. júní 2020, ásamt fundarboði á aðalfund Byggðasamlagsins þann 7. júlí nk. í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atvæði Ísafjarðarbæjar á aðalfundi Byggðasamlagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atvæði Ísafjarðarbæjar á aðalfundi Byggðasamlagsins.
17.Landsfundur um jafnréttimál og 20 ára afmælisráðstefna - 2020060106
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Katrínar Bjargar Ríkharðsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, dags. 19. júní 2020, þar sem kynntur er landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga, ásamt 20 ára afmælisráðstefnu, þann 15. og 16. september 2020, í Hofi á Akureyri.
Lagt fram til kynningar.
18.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2019-2020 - 2019050057
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sigríðar Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dags. 23. júní 2020, ásamt fundargerð 27. stjórnarfundar Vestfjarðastofu, sem haldinn var 12. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.
19.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 98 - 2006006F
Lögð fram til kynningar fundargerð 98. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 23. júní 2020. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
20.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 540 - 2006011F
Lögð fram fundargerð 540. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 24. júní 2020.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin er í átta liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 540 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að veita framkvæmdaleyfi fyrir strenglagningu frá Mjólkárvirkjun að Dýrafjarðargangamunna.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 540 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Hafsteinn Sigurðsson fái lóð við Fífutungu 4, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda er vísað til bæjarráðs.
Fundi slitið - kl. 11:18.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?