Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047
Verkefnalisti bæjarráðs yfirfarinn.
Verkefnalisti bæjarráðs yfirfarinn.
2.Samstarfssamningur milli Slökkviliðs Ísafjarðar og Slökkviliðs Súðavíkur - 2020030068
Lögð fram drög að þjónustusamningi Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar við Slökkvilið Súðavíkurhrepps, dags. 5. júní 2020.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.
3.Lýðskólinn á Flateyri - 2016110085
Lagður fram tölvupósturs Óttars Guðjónssonar, f.h. Nemendagarða Lýðskólans á Flateyri, dags. 4. júní 2020, þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær skipi nýjan fulltrúa í stjórn Nemendagarðanna, í stað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur.
Bæjarráð tilnefnir Stefaníu H. Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, í stjórn Nemendagarða Lýðskólans á Flateyri.
4.Minjasjóður Önundarfjarðar - 2020 - 2020060015
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 5. júní 2020, vegna tillagna um kosningu tveggja stjórnarmanna í Minjasjóð Önundarfjarðar.
Bæjarstjóra falið að finna fulltrúa í stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar, og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
5.Málefni hverfisráða - 2017010043
Lagður fram tölvupóstur Tuma Þórs Jóhannssonar, f.h. Hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis, dags. 31. maí 2020, ásamt tveimur bréfum, þar sem annars vegar er lögð fram tillaga að notkun framkvæmdafjár hverfisráðsins fyrir árið 2020, og hins vegar er óskað svara vegna notkunar framkvæmdafjár áranna 2017-2019, og vegna stöðu og áætlana varðandi mótvægisaðgerðir vegna snjóflóðavarna í Kubba.
Bæjarstjóra falið að funda með fulltrúum hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis, auk annarra hverfisráða.
6.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018-2020 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 5. maí 2020, ásamt umsókn Finns Magnússonar, f.h. Golfklúbbs Ísafjarðar, vegna rekstrarleyfis fyrir veitingastað í flokki II að Golfskálanum í Tungudal, Ísafirði.
Jafnframt lögð fram umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 19. maí 2020, vegna málsins.
Jafnframt lögð fram umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 19. maí 2020, vegna málsins.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfis til Finns Magnússonar, f.h. Golfklúbbs Ísafjarðar, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II í Golfskálanum í Tungudal, Ísafirði.
7.Átak í fráveitumálum - 2020060016
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Guðjóns Bragasonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. júní 2020, ásamt bréfi Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands Íslenskra sveitarfélaga, og Páls Erland, framkvæmdastjóra Samorku, dags. 2. júní 2020, vegna nýsamþykktar þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingaátak í fráveituframkvæmdum hjá sveitarfélögum og veitufyrirtækjum.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirhuguðu erindi Umhverfisstofnunar vegna framkvæmda Ísafjarðarbæjar í tengslum við málið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirhuguðu erindi Umhverfisstofnunar vegna framkvæmda Ísafjarðarbæjar í tengslum við málið.
8.Eignaspjöll - aspir við Drafnargötu á Flateyri - 2020060017
Lagður fram til kynningar dómur Héraðsdóms Vestfjarða, dags. 2. júní 2020, í máli nr. S-53/2020, er varðar eignaspjöll á níu öspum sem stóðu milli húsa nr. 4 og 6 við Drafnargötu á Flateyri, en aspir þessar voru í eigu Ísafjarðarbæjar. Eignapsjöll þessi voru kærð til lögreglu sumarið 2019.
Lagt fram til kynningar.
9.Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Steinars Rafns Beck Baldurssonar, sérfræðings Umhverfisstofnunar, dags. 4. júní 2020, þar sem tilkynnt er að Umhverfisstofnun hafi tekið ákvörðun um útgáfu starfsleyfis vegna sjókvíaeldis Háafells ehf. í Ísafjarðardjúpi.
Lagt fram til kynningar.
10.Landskerfi bókasafna 2020-2024 - 2020050083
Lagt fram til kynningar bréf Sveinbjargar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Landskerfa bókasafna hf., dags. 26. maí 2020, þar sem boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf., fimmtudaginn 11. júní 2020, kl. 14.30.
Lagt fram til kynningar.
11.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 152 - 2005023F
Lögð fram fundargerð 152. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, sem fram fór 3. júní 2020. Fundargerðin er í tveimur liðum.
Lagt fram til kynningar.
12.Velferðarnefnd - 448 - 2005017F
Lögð fram fundargerð 448. fundar velfjerðarnefndar, sem fram fór 4. júní 2020. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?