Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047
Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.
2.Stúdíó Dan ehf. - kaup og rekstur - 2017050073
Rekstraraðilar Stúdíó Dan mæta til fundar við bæjarráð vegna starfrækslu líkamsræktar á Ísafirði.
Gestir kynntu hugmyndir sínar fyrir bæjarráði.
Bæjarráð hvetur Karen og Þór til að skila formlega inn hugmyndum um samstarf við sveitarfélagið um starfsemi líkamsræktastöðvar.
Bæjarráð hvetur Karen og Þór til að skila formlega inn hugmyndum um samstarf við sveitarfélagið um starfsemi líkamsræktastöðvar.
Gestir yfirgáfu fundinn kl. 8.30.
Gestir
- Karen Gísladóttir - mæting: 08:05
- Þór Harðarson - mæting: 08:05
3.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2019 - 2019110062
Lögð fram til kynningar drög að ársreikningi aðalsjóðs 2019 og samstæðu Ísafjarðarbæjar 2019.
Umræður fóru fram um ársreikning aðalsjóðs og samstæðu Ísafjarðarbæjar.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri. - mæting: 08:30
4.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032
Lagt fram til kynningar yfirlit fjármálastjóra um ferli fjárhagsáætlunar 2021, og óskað eftir að valin verði dagsetning fyrir vinnufund bæjarstjórnar, varðandi stefnumörkun fjárhagsáætlunar 2021-2024.
Yfirlit um ferli fjárhagsáætlunar frá fjármálastjóra kynnt.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar að fjárhagslegum markmiðum næstu ára og ferli fjárhagsáætlunargerðar 2021.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar að fjárhagslegum markmiðum næstu ára og ferli fjárhagsáætlunargerðar 2021.
5.Styrkir til félaga og félagasamtaka 2020 - fasteignagjöld - 2020040050
Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 13. maí 2020, varðandi afgreiðslu styrkja til félaga og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum árið 2020, samtals fjárhæð kr. 1.639.728,- en gert er ráð fyrir þessum styrkjum í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2020.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra varðandi afgreiðslu styrkja til félaga og félagasamtaka.
6.Skíðheimar Seljalandsdal - fasteignagjöld 2020 - 2020050042
Lögð fram til kynningar drög að samkomulagi Ísafjarðarbæjar við Hollvinafélag Skíðheima um styrk vegna fasteignagjalda.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra að ganga frá því.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra að ganga frá því.
7.Persónuverndarlöggjöf - 2020050036
Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 15.5.2020, varðandi innleiðingu persónuverndarlöggjafar og stöðu persónuverndarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara um að leita eftir tilboðum vegna innleiðingar persónuverndarlöggjafar og stöðu persónuverndarfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara um að leita eftir tilboðum vegna innleiðingar persónuverndarlöggjafar og stöðu persónuverndarfulltrúa.
8.Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - 2020040001
Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 15. maí 2020, um næstu skref varðandi byggingu knatthúss.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa kostnaðar- og tímaáætlun fyrir verkið og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa kostnaðar- og tímaáætlun fyrir verkið og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs. - mæting: 09:20
9.Ísland ljóstengt 2019 - 2018110069
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 15. maí 2020, til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, vegna lokagreiðslu til Ísfjarðarbæjar vegna 2019, ásamt hlutaskýrslu ársins 2019 vegna verkefnisins Ísland ljóstengt frá Snerpu, dags. 29. otkóber 2019, vegna þeirrar vinnu sem lokið var á árinu 2019, og viðauka 4 við samstarfssamnings Ísafjarðarbæjar og Snerpu vegna verkþátta verkefnisins Ísland ljóstengt á árinu 2020, dags. 3. maí 2018.
Lagt fram til kynningar.
10.Ísland ljóstengt 2019 - 2018110069
Lagður fram til kynningar tölvupóstur, frá Sæmundi Þorsteinssyni,sérfræðingi á skrifstofu stafrænna samkipta hjá Samgögnu og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 14. maí sl., þar sem kynnt er aukaúthlutun 2020, og áhugi kannaður vegna lokaúthlutunar 2021.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur, frá Birni Davíðssyni, framkvæmdastjóra Snerpu, dags. 15. maí 2020, vegna umsóknar Ísafjarðarbæjar um aukaúthlutun styrkja fyrir verkefnið Ísland ljóstengt.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur, frá Birni Davíðssyni, framkvæmdastjóra Snerpu, dags. 15. maí 2020, vegna umsóknar Ísafjarðarbæjar um aukaúthlutun styrkja fyrir verkefnið Ísland ljóstengt.
Lagt fram til kynningar.
11.Umhverfis- og eignasvið - Útboð & útboðsgögn 2020 - 2020030081
Lagt er fram bréf Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 14. maí 2020, vegna verksins „Skólagata hellulögn“ þar sem lagt er til að samið verði við Hellur og lagnir ehf., á grundvelli tilboðs þeirra.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tilboð lægstbjóðanda Hellna og lagna ehf.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tilboð lægstbjóðanda Hellna og lagna ehf.
Axel R. Överby yfirgefur fundinn kl. 9.42.
12.Snjómokstur Ísafirði og Hnífsdal, útboð. - 2019100083
Lagt fram minnisblað umhverfis- og eignasviðs, dags. 14. maí 2020, með svörum til handa Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Í-listans, en óskað hafði verið eftir nánar tilgreindrum upplýsingum um snjómokstur á 1105. fundi bæjarráðs, þann 10. maí sl.
Lagt fram til kynningar.
Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans þakkar fyrir svörin.
Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans þakkar fyrir svörin.
Edda María Hagalín yfirgefur fundinn kl. 9.18.
13.Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi - drög að tillögu að matsáætlun - 2016090039
Lagt fram bréf Jóns Þóris Þorvaldssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 8. maí 2020, ásamt frummatsskýrslu Verkís um mat á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis Arnarlax í Ísafjarðardjúpi, um framleiðslu á 10.000 tonnum af laxi á ári, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, sbr. 24. gr. rgl. 660/2015.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
14.Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056
Lagður fram tölvupóstur Ernu Karenar Óskarsdóttur, fagsviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, dags. 8. maí 2020, ásamt beiðni um umsögn um umsókn Háafells ehf. fyrir sjókvíaeldi á regnbogasilungi og þorski í innanverðu Ísafjarðardjúpi, en umsagnarfrestur er til 15. maí 2020, auk sex fylgiskjala;
1) Matsskýrslu Háafells fyrir 6.800 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og 200 tonna framleiðslu á þorski í sjókvíum í Ísafjarðarjúpi á vegum Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf.
2) Viðbótargreinargerð vegna valkosta
3) Viðauka - fjarlægðarmörk og fjöldi laxa
4) Álit skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum
5) Yfirlit yfir staðsetningar
5) Yfirlit yfir staðsetningu sjókvíeldissvæða í SKötufirði
1) Matsskýrslu Háafells fyrir 6.800 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og 200 tonna framleiðslu á þorski í sjókvíum í Ísafjarðarjúpi á vegum Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf.
2) Viðbótargreinargerð vegna valkosta
3) Viðauka - fjarlægðarmörk og fjöldi laxa
4) Álit skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum
5) Yfirlit yfir staðsetningar
5) Yfirlit yfir staðsetningu sjókvíeldissvæða í SKötufirði
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
15.Sumarstörf ungmenna 2020 - átaksverkefni - 2020040038
Lagt fram til kynningar minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dags. 14.5.2020, um sumarstörf fyrir námsmenn - átaksverkefni sumarið 2020.
Lagt fram til kynningar.
16.Gamanmyndahátíð Flateyrar - 2018100040
Lagður fram tölvupóstur frá Eyþóri Jóvinssyni, dags. 11. maí 2020 þar sem óskað er eftir nánar tilgreindum upplýsingum varðandi styrkveitingar Ísafjarðarbæjar vegna menningarhátíða almennt og til Gamanmyndahátíðarinnar sérstaklega.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
17.Gamanmyndahátíð Flateyrar - 2018100040
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Eyþóri Jóvinssyni, dags. 13. maí 2020, þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðufellingu Gamanmyndahátíðarinnar.
Lagt fram til kynningar.
18.Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - 2015100017
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Alain De Cat, f.h. stjórnar Blábankans, þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær skipi fulltrúa í stjórn Blábankans, auk þess sem boðað er til stjórnarfundar 15. maí 2020, kl. 9.00.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð leggur til að bæjarritari verði skipaður í stjórn Blábankans f.h. Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð leggur til að bæjarritari verði skipaður í stjórn Blábankans f.h. Ísafjarðarbæjar.
19.65. Fjórðungþing Vestfirðinga - 2020050043
Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, sviðsstjóra Vestfjarðastofu, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 13. maí 2020, vegna fundarboðs 65. Fjórðungsþings Vestfirðinga, sem óskast kynnt í sveitarstjórn, en þingið er haldið 27. maí 2020, kl. 13.00, og verður í fjarfundi, auk endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir árið 2020, og breytinga á meðferð lífeyrisskuldbindinga.
Lagt fram til kynningar.
20.Samstarfshópur um friðlýsingar á Vestfjörðum - 2019100101
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Freyju Pétursdóttur, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, dags. 11. maí 2020, ásamt fundargerð 2. fundar samstarfshóps um friðlýsingar við Dynjanda, ásamt gögnum um friðlýsingar og friðlýsingaflokka.
Lagt fram til kynningar.
21.Snjóflóð í Önundarfirði og Súgandafirði 14.1.2020 - 2020010042
Lagt fram til kynningar bréf Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 12. maí sl., til Forsætisráðuneytisins, vegna eftirfylgni tillagna starfshóps í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri, hvað varðar kostnað einstaklinga og rekstraraðila.
Lagt fram til kynningar.
22.Almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 2020050046
Lögð fram til kynningar ný skipan sameiginlegrar almannavarnarnefndar sveitarfélaganna Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, dags. 27. febrúar 2020.
Lagt fram til kynningar.
23.Rekstrarstuðningur til upplýsingamiðstöðva 2020 - 2019120070
Lagt fram til kynningar samningur Vestfjarðastofu og Ísafjarðarbæjar, um skilyrtan styrk til reksturs upplýsingamiðstöðvar á Vestfjörðum árið 2020.
Lagt fram til kynningar.
24.Vestfjarðastofa - ýmis erindi 2020 - 2020040012
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Díönu Jóhannsdóttur, f.h. Vestfjarðastofu og Markaðsstofu Vestfjarða, dags. 13. maí 2020, þar sem kynnt er markaðsátak og auglýsingabirting fyrir Vestfirði, ásamt því að sveitarfélögum er boðið að taka þátt í sameiginlegum birtingum í markaðsátakinu.
Lagt fram til kynningar.
25.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075
Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, skjalaritara, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 13. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál. Umsagnarfrestur er til 19. maí nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að meta hvort ástæða sé til að senda inn umsögn f.h. Ísafjarðarbæjar.
26.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075
Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, skjalaritara, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál. Umsagnarfrestur er til 5. júní nk.
Lagt fram til kynningar.
27.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, skjalaritara, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál. Umsagnarfrestur er til 29. maí 2020.
Bæjarráð vísar málinu til velferðarnefndar.
28.Málefni hverfisráða - 2017010043
Lögð fram til kynningar fundargerð af fundi hverfisráðsins Átaks á Þingeyri sem haldinn var 4. maí sl.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð þakkar ítarlega og góða fundargerð.
Bæjarráð þakkar ítarlega og góða fundargerð.
29.Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits 2020 - 2020050040
Lögð fram til kynningar ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2019, dags. 21. febrúar 2020, ásamt fundargerð 127. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis, sem haldinn var 27. febrúar 2020.
Lagt fram til kynningar.
30.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2019-2020 - 2019050057
Lögð fram til kynningar fundargerð 25. stjórnarfundar Vestfjarðastofu, sem haldinn var 21. apríl 2020.
Lagt fram til kynningar.
31.Fundargerðir 2019-2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2019090035
Lögð fram til kynningar fundargerð 883. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 8. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.
32.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 151 - 2005005F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?