Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Vegna Covid-19 fer fundur fram í gegnum Zoom fjarfundabúnað
1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047
Farið yfir verkefnalista bæjarráðs.
Verkefnalisti yfirfarinn.
2.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2019 - 2019110062
Lögð fram til kynningar drög að ársreikningum B-hluta stofnana Ísafjarðarbæjar 2019.
Lagt fram til kynningar.
Umræður fóru fram um ársreikninga hverrar stofnunar Ísafjarðarbæjar.
Umræður fóru fram um ársreikninga hverrar stofnunar Ísafjarðarbæjar.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:13
3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031
Lagður fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2020. Um er að ræða stöðugildi verkefnastjóra á Flateyri og er kostnaður sveitarfélagsins um 3,4 m.kr. Þessum kostnaði er mætt með lækkun á ófyrirséðum kostnaði og lækkun á handbæru fé. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er því lækkun afgangs um kr. 2.263.035,- eða úr afgangi kr. 168.000.000,- í kr. 165.736.965. Áhrifin á sveitasjóð A hluta er lækkun afgangs kr. 2.263.035,- eða úr kr. 24.000.000,- í kr. 21.736.965,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031
Lagður fram viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2020. Um er að ræða útboð á ferðaþjónustu fatlaðra sem leiðir til aukins kostnaðar um 3,6 m.kr. Þessum kostnaði er mætt með lækkun á handbæru fé. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er því lækkun afgangs um kr. 3.579.627,- eða úr afgangi kr. 165.736.965,- í kr. 162.157.338,-. Áhrifin á sveitasjóð A hluta er lækkun afgangs kr. 3.579.627,- eða úr kr. 21.736.965,- í kr. 18.157.388,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
5.Ferðaþjónusta fatlaðra í Ísafjarðarbæ 2020 - 2024 - 2020040011
Lagt er fram bréf Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 30. apríl 2020, vegna útboðs á ferðaþjónustu fatlaðra í Skutulsfirði, Ísafjarðarbæ, þar sem lagt er til að samið verði við Vestfirskar Ævintýraferðir ehf. um verkið, á grundvelli tilboðs þeirra.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tilboð Vestfirskra Ævintýraferða ehf.
6.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ný greiðsluáætlun 2020 - 2020040015
Lagður fram tölvupóstur Guðna Geirs Einarssonar, sérfræðings á skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála, f.h. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 28. apríl sl., vegna upplýsinga um lækkun mánaðarlegra greiðslna vegna útgjaldajöfnunarframlaga og framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti.
Lagt fram til kynningar.
Edda María Hagalín, fjármálastjóri yfirgefur fundinn 8:42.
7.Snjómokstur Ísafirði og Hnífsdal, útboð. - 2019100083
Kynnt drög að útboði frá Axel R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 30. apríl sl., vegna vetrarþjónustu í Skutulsfirði og Hnífsdal.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð felur Axel R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að gera breytingar í samræmi við umræður, áður en verkið verður boðið út.
Bæjarráð felur Axel R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að gera breytingar í samræmi við umræður, áður en verkið verður boðið út.
Axel R. Överby og Eyþór Guðmundsson yfirgefa fundinn kl. 9:02.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, og Eyþór Guðmundsson, innkaupastjóri - mæting: 08:44
8.Skapandi sumarstörf - 2019100027
Lagt fram til kynningar minnisblað Stefaníu Helgu Ásmundsdóttur, sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs, vegna skapandi sumarstarfa fyrir ungmenni 17-25 ára.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir því að unnið verði áfram með verkefnið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir því að unnið verði áfram með verkefnið.
9.COVID-19 2020 - 2020030086
Lagt fram til kynningar minnisblað Stefaníu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, um hugmyndir að fjölgun sumarstarfa fyrir ungmenni 17-25 ára.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir því að unnið verði áfram með verkefnið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir því að unnið verði áfram með verkefnið.
10.COVID-19 2020 - 2020030086
Lagt fram til kynningar minnisblað Stefaníu Helgu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, er varðar reikning frá Hjallastefunni vegna leikskólagjalda.
Bæjarráð samþykkir að endurgreiða leikskólagjöld til Hjallastefnunnar til samræmis við endurgreiðslu Ísafjarðarbæjar vegna annarra leikskóla í sveitarfélaginu vegna Covid-19.
11.Íbúð Hlíf II, fnr. 212-0704 - 2020040058
Lagður fram tölvupóstur frá Braga Þór Thoroddsen, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, dags. 30. apríl sl., ásamt upplýsingum frá Domusnova fasteignasölu um fasteignina Hlíf II, fnr. 2120704, þar sem Ísafjarðarbæ er boðin fasteignin til kaups.
Bæjarráð þakkar boðið en sér sér ekki fært að verða við boðinu.
12.Lýðskólinn á Flateyri - 2016110085
Kynntur tölvupóstur Óttars Guðjónssonar, f.h. stjórnar Nemendagarða lýðskólans á Flateyri, dags. 24. apríl 2020, þar sem óskað er eftir styrk vegna endurbóta húsnæðis Nemendagarða lýðskólans.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
13.Afleiðingar Covid-19 á strandveiðar - 2020040056
Lagður fram tölvupóstur Arnar Pálssonar, dags. 14. apríl sl., ásamt bréfi Eldingar - félags smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum og Landssambandi smábátaeiganda, dags. s.d., þar sem óskað er eftir liðsinni bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar við erindi Landssambands smábátaeigenda við tímabundnum breytingum á reglum um strandveiðar, vegna Covid-19
Lagt fram til kynningar.
14.Láganes - Aurora Arktika - beiðni vegna hafnargjalda 2020 - 2020040031
Lagður fram tölvupóstur Sigurðar Jónssonar, f.h. Láganess ehf. (Aurora Arktika), dags. 7. apríl sl., er varðar beiðni um frestun eða afslátt af hafnargjöldum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
Hafnarstjórn vísar beiðninni til bæjarráðs og óskar eftir tillögum um með hvaða hætti er hægt að koma til móts við ferðaþjónustufyrirtæki á höfninni.
Hafnarstjórn vísar beiðninni til bæjarráðs og óskar eftir tillögum um með hvaða hætti er hægt að koma til móts við ferðaþjónustufyrirtæki á höfninni.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
15.Kórónaveiran COVID-19 - 2020030054
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Guðrúnar Stellu Gissurardóttur, forstöðumanns, f.h. Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum, dags. 29. apríl sl., ásamt mánaðarskýrslu, þar sem upplýst er um tölfræði vegna umsókna hjá Vinnumálastofnun á Vestfjörðum til 28. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.
16.Fundargerðir 2019-2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2019090035
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. apríl sl., ásamt fundargerð 880. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var föstudaginn 24. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.
17.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 96 - 2004017F
Lögð fram fundargerð 96. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór 28. apríl 2020. Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
18.Hafnarstjórn - 211 - 2004013F
Lögð fram fundargerð 2011. fundar fræðslunefndar, sem fram fór 27. apríl 2020. Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:26.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?