Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1102. fundur 20. apríl 2020 kl. 08:05 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Vegna Covid-19 fer fundur fram í gegnum Zoom fjarfundabúnað.

1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Farið yfir verkefnalista bæjarráðs
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Framlengin tímabundinnar ráðningar sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs - 2020040024

Kynnt minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 17.4.2020, um framlengingu tímabundinnar ráðningar sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framlengja ráðningu til eins árs, frá 1. ágúst nk.

3.Umhverfis- og eignasvið - Útboð & útboðsgögn 2020 - 2020030081

Lagt er fram bréf Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 15. apríl 2020, vegna verksins „Leikskólinn Tjarnabær - endurbætur á þaki og þakkanti“ þar sem lagt er til að samið verði við Vestfirska Verktaka ehf. um verkið á grundvelli tilboðs þeirra.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fyrirvara að uppfylltar séu kröfur innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

4.Fastís, sala eigna 2019 - 2018120019

Kynnt minnisblað sviðsstjóra umhverfis og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Axels Rodriguez Överby, dags. 16. apríl 2020, þar sem lagt er til að Fastís, fái umboð vegna umsýslu og rekstur á óseldum fasteignum í Sindragötu 4,
Bæjarráð samþykkir tillöguna skv. minnisblaði.
Axel yfirgefur fundinn kl. 08:50.

Gestir

  • Axel Rodriguez Överby - mæting: 08:45

5.Dómur Landsréttar mál nr. 567/2019, Hraðfrysthúss Norðurtangi ehf. gegn Ísafjarðarbæ - 2020040022

Lagður fram tölvupóstur Andra Andrasonar, hjá Juris ehf., dags. 7. apríl sl., vegna dóms Landsréttar í máli nr. 567/2019, mál Hraðfrystihúss Norðurtanga ehf., gegn Ísafjarðarbæ.
Dómur lagður fram til kynningar.

6.Málefni kirkjugarða - 2013100065

Lagt fram bréf Magnúsar Erlingssonar, sóknarprests, f.h. stjórnar Kirkjugarða Ísafjarðar, dags. 6. apríl sl., þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið leggi kirkjugarðinum á Réttarholti í Engidal til tvær landspildur svo stækka megi kirkjugarðinn.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

7.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ný greiðsluáætlun 2020 - 2020040015

Lagður fram tölvupóstur Guðna Geirs Einarssonar, f.h. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 7. apríl sl., vegna óvissu um tekjur jöfnunarsjóðs á árinu 2020.
Lagt fram til kynningar.

8.Kórónaveiran COVID-19 gögn frá Vinnumálastofnun - 2020030054

Kynntur tölvupóstur Guðrúnar Stellu Gissuarardóttur, f.h. Vinnumálastofnunar, dags. 15. apríl 2020, þar sem teknar eru saman tölfræðiupplýsingar vegna fjölda umsókna til Vinnumálastofnunar um minnkað starfshlutfall og atvinnuleysi á Vestfjörðum
Lagt fram til kynningar.

9.Vestfjarðastofa - ýmis erindi 2020 - 2020040012

Lögð fram til kynningar skýrsla Vestfjarðastofu um smávirkjanir á Vestfjörðum. Skýrslan er dagsett 6. apríl sl.
Málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

10.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi - 2017010103

Frummatsskýrsla Arctic Sea Farm vegna 8000 tonna eldis í Ísafjarðardjúpi, frá Jóni Þóri Þorvaldssyni, sérfræðingi hjá Skipulagsstofnun, dags. 8. apríl.

Umsagnarbeiðni og frumrit skýrslu berst með bréfpósti. Umsagnarfrestur til 4. maí.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

11.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 170 - 2004004F

Lögð fram fundargerð 170. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, sem fram fór 7.4.2020. Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Fræðslunefnd - 415 - 2004005F

Lögð fram fundargerð 415. fundar fræðslunefndar, sem fram fór 6.4.2020. Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Íþrótta- og tómstundanefnd - 207 - 2003011F

Lögð fram fundargerð 207. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem fram fór 1.4.2020. Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 537 - 2004001F

Lögð fram fundargerð 537. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 15.4.2020. Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 6 - 2004003F

Lögð fram fundargerð 6. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal, sem fram fór 8.4.2020. Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

16.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 95 - 2003007F

Lögð fram fundargerð 95. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór 7.4.2020. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • 16.2 2020010053 Terra - eftirlit 2020
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 95 Umhverfis- og framkvæmdanefnd minnir á að staðið verði við gerða samninga. Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar til bæjarstjórnar breyttri gjaldskrá vegna hærra urðunargjalds og vísitölubreytinga.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?