Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1096. fundur 02. mars 2020 kl. 08:05 - 09:36 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Ráðning bæjarstjóra 2020 - 2020020031

Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri, mætir til fundarins.
Bæjarráð býður Birgi Gunnarsson velkominn til starfa.

2.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Farið yfir verkefnalista bæjarráðs.
Verkefnalisti bæjarráðs yfirfarinn.

3.Stúdíó Dan ehf. - kaup og rekstur - 2017050073

Stefanía Ásmundsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs, fer yfir stöðu mála er varðar Stúdió Dan og líkamsrækt á Ísafirði.
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs mætir til fundar og fer yfir stöðu mála.
Stefanía yfirgefur fundinn kl. 08:35.

Gestir

  • Stefanía Ásmundsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:30

4.Aðild að RS Raforku - 2019050060

Kynnt er minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, innkaupa- og tæknistjóra og Þórdísar Sifjar Sigurðardóttir, starfandi bæjarstjóra, dags. 27. febrúar sl., vegna útboðs á raforku innan rammasamninga.
Eyþór Guðmundsson mætir til fundar til að kynna málið. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að ákveða að fara að tillögu Ríkiskaupa í útboði 21075.
Eyþór yfirgefur fundinn kl. 08:47

Gestir

  • Eyþór Guðmundsson, innkaupa- og tæknistjóri - mæting: 08:37

5.Snjóflóð í Önundarfirði og Súgandafirði 14.1.2020 - 2020010042

Umræður um verkefni starfshóps um að kanna leiðir til að byggja upp traust íbúa Flateyrar á samfélagslegum innviðum og gera tillögur um aðgerðir sem treyst geta stoðir byggðarinnar.
Umræður fóru fram.

6.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna - 2020020067

Lagður er fram tölvupóstur Marínar Rósar Eyjólsdóttur, verkefnastjóra barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi, dags. 25. febrúar sl., ásamt afriti af bréfi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteins Jónssonar, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, dags. 30. janúar sl., vegna verkefnisins fyrir innleiðingu Barnasáttmálans innan sveitarfélaga - verkefnisins barnvæn sveitarfélög.
Bæjarráð leggur til að Barnasáttmálinn verði hafður í huga í fyrirhugaðri stefnumótun velferðarsviðs.

7.Þingsályktun um stöðu barna tíu árum eftir hrun - Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dagsettur 25. febrúar sl. þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál. Umsagnarfrestur er til 17. mars nk.
Bæjarráð vísar þingsályktunartillögunni til umsagnar í barnaverndarnefnd og ungmennaráði Ísafjarðarbæjar.

8.Frumvarp sem ætlað er að stýra þróun eignarráða og nýtingar fasteigna - Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður er fram tölvupóstur Guðjóns Bragasonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. febrúar sl., vegna frumvarps sem ætlað er að stýra þróun eignarráð og nýtingar fasteigna ásamt frumvarpinu sem er í samráðsgátt.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

9.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu - Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 25. febrúar sl. með frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum (réttur til einbýlis á öldrunarstofnunum), 323. mál, sem hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til og með 10. mars nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í velferðarnefnd og öldungaráði Ísafjarðarbæjar.

10.Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar - Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, dags. 27. febrúar sl., f.h. umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera tillögu að bókun fyrir bæjarstjórnarfund.

11.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2020 - 2020020069

Lögð fram fundargerð frá 127. fundi heilbrigðisnefndar sem haldinn var 27. febrúar sl.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Fræðslunefnd - 414 - 2002020F

Lögð er fram fundargerð 414. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 27. febrúar sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 535 - 2002018F

Lögð er fram fundargerð 535. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 26. febrúar sl. Fundargerðin er í 34 liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar - 5 - 2002005F

Lögð er fram fundargerð 5. fundar ungmennaráðs Ísafjarðarbæjar sem haldinn var 25. febrúar sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 94 - 2002009F

Lögð er fram fundargerð 94. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 25. febrúar síðastliðinn. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:36.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?