Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1095. fundur 24. febrúar 2020 kl. 08:05 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Farið er yfir verkefnalista af bæjarráðsfundum.
Farið yfir verkefnalista bæjarráðs.

2.Stúdíó Dan ehf. - kaup og rekstur - 2017050073

Stefanía Ásmundsdóttir sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs fer yfir stöðu mála er varðar Stúdió Dan og líkamsrækt á Ísafirði.
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs mætir til fundar til að fara yfir stöðu mála.
Stefanía yfirgefur fundinn kl. 08:44.

Gestir

  • Stefanía Ásmundsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:35

3.María Júlía - 2018050072

Lagt fram bréf Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða, dagsett 12. febrúar sl. vegna málefna Maríu Júlíu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að gera drög að viðauka og leggja fyrir bæjarráð.

4.Samstarfshópur um friðlýsingar á Vestfjörðum - 2019100101

Lagður er fram tölvupóstur Freyju Pétursdóttur, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, dags. 17. febrúar sl., ásamt bréfi bréfritara, dags. 30. janúar sl., þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Ísafjarðarbæjar í samstarfshóp sem vinna mun að undirbúningi friðlýsingar á Vestfjörðum innan marka Vesturbyggðar og Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð tilnefnir Birgi Gunnarsson sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar.

5.Fyrirspurn starfshóps um efnahagsþróun á norðurslóðum - 2020020044

Lagt er fram bréf Nínu Bjarkar Jónsdóttur, dags. 31. janúar sl., f.h. utanríkisráðherra, þar sem Ísafjarðarbæ er gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við starfshóp um efnahagsþróun á norðurslóðum.
Lagt fram til kynningar.

6.Leitað leyfis landeiganda eða annars rétthafa vegna tjöldunar utan skipulagðra tjaldsvæða - 2020020045

Lagt er fram bréf Inga, f.h. Boreal ehf., Sigríðar Örnu Arnþórsdóttur, Sveinbjörns Halldórssonar og Þorvarðar Inga Þorbjörnssonar, dags. 18. febrúar sl., þar sem óskað er eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til tillagna að breytingum á lögum er varðar leyfi landeigenda til að tjalda utan skipulagðra tjaldsvæða.
Bæjarráð vísar málinu áfram til umhverfisnefndar og atvinnu- og menningarmálanefndar.

7.Samningur um rannsóknar- og virkjunarleyfi Úlfsár í Dagverðardal. - 2018010007

Lagður er fram til kynningar dómur Landsréttar 21. febrúar sl. í máli Ísafjarðarbæjar gegn Orkubúi Vestfjarða ohf.
Lagt fram til kynningar.

8.Ráðning sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs - 2020020043

Umræður um ráðningu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Umræður fóru fram.

9.Ráðning bæjarstjóra 2020 - 2020020031

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttir, starfandi bæjarstjóra, dags. 21. febrúar sl., með svari við fyrirspurn bæjarfulltrúa Í-listans, Örnu Láru Jónsdóttur, frá 1094. fundi bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerð hverfisráðsins Átak Þingeyri - 2017010043

Lögð er fram til kynningar fundargerð Hverfisráðsins Átak Þingeyri sem haldinn var 28. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 4 - 2002008F

Lögð er fram fundargerð 4. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal sem haldinn var 19. febrúar sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?