Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Gamanmyndahátíð Flateyrar - 2018100040
Lagður er fram tölvupóstur Eyþórs Jóvinssonar, dags. 2. janúar sl., þar sem óskað er eftir langtímasamningi milli Ísafjarðarbæjar og Gamanmyndarhátíðar Flateyrar ásamt uppgjöri seinasta árs.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að funda með fulltrúum Gamanmyndahátíðar Flateyrar.
2.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - stækkun íbúðabyggðar - 2019110057
Lagt er fram bréf Hafsteins Pálssonar, verkfræðings, dags. 18. desember sl., með upplýsingum um endurskoðun hættumatsins.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að halda fund með Ofanflóðasjóði vegna heildarframkvæmda í tengslum við ofanflóðavarnir í sveitarfélaginu.
3.Snjómokstur Ísafirði og Hnífsdal, útboð. - 2019100083
Kynnt er tillaga að útboði á vetrarþjónustu í Ísafirði og Hnífsdal.
Tillaga að útboði kynnt fyrir bæjarfulltrúum.
Gestir
- Axel Överby Rodriguez, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:41
4.Mannauðsmál umhverfis- og eignasviðs - 2018010063
Kynnt er minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs vegna mannauðsmála tæknideildar.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra í samráði við sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs að vinna að ráðningu starfsmanna á umhverfis- og eignasviði í samræmi við umræður á fundinum.
Axel yfirgefur fundinn kl. 9:07.
5.Stefnumótun í fjármálum, tillaga Í-listans - 2019100028
Umræður um stefnumótun sveitarfélagsins.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að óska eftir að gerð verði sviðsmyndagreining varðandi rekstrarafkomu og skuldir sveitarfélagsins. Formaður bæjarráðs kynnti hugmyndir sínar um hvernig mætti lækka skuldir sveitarfélagsins og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
6.Stúdíó Dan ehf. - kaup og rekstur - 2017050073
Lagt fram minnisblað Stefaníu Helgu Ásmundsdóttur sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem lagt er fram að gerður verði viðauki við núgildandi leigusamninga vegna Studio Dan ehf við Styx ehf um húsnæði og Þrúðheimar ehf um rekstur Studio Dan ehf.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkir að samningurinn verði framlengdur með viðauka til 31. júlí n.k. og felur bæjarstjóra jafnframt að óska eftir áhugasömum aðilum til reksturs líkamsræktarstöðvar á Ísafirði.
Stefanía yfirgefur fundinn kl. 9:48.
Gestir
- Stefanía Ásmundsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:39
Fundi slitið - kl. 09:48.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?