Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047
Farið er yfir verkefnalista bæjarráðs.
Bæjarstjóri fór yfir verkefnalista bæjarráðs.
2.Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011
Eftirfarandi erindi var vísað til bæjarráðs af 429. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 13. nóv., sl. Þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til erindis Odin Skylift um kláf upp Gleiðarhjalla.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina, en bendir á að gæta þurfi að öryggi og umhverfissjónarmiðum.
3.Olíutankurinn - Þingeyri - 2019040026
Lagður er fram tölvupóstur Ketils Berg Magnússonar, dags. 17. nóvember sl., þar sem óskað er eftir samstarfi Menningarfélagsins Tanks og Ísafjarðarbæjar með styrk Ísafjarðarbæjar til útilistaverksins Tankur á Þingeyri.
Þegar er gert ráð fyrir verkefninu á fjárhagsáætlun 2020.
4.Almenningssamgöngur milli sveitarfélaga - 2016080041
Lögð er fram tillaga bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins vegna almenningssamgangna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir samstarfi við Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp við að endurskoða almenningssamgöngur á milli sveitarfélaganna og byggðarkjarna. Einnig að kanna möguleika á aðkomu Fjórðungssambands Vestfirðinga að verkefninu. Sé vilji fyrir slíku samstarfi er lagt til að skipaður verði vinnuhópur sem hvert sveitarfélag og Fjórðungssamband Vestfirðinga eigi fulltrúa í.
5.Flotbryggja á Þingeyri - 2019110059
Lagður er fram tölvupóstur Ketils Berg Magnússonar, dags. 18. nóvember sl., auk bréfs hans til hafnarstjóra dags. 18. nóvember sl.
Bæjarráð felur hafnarstjóra að kanna hvort ekki megi finna aðra lausn á árinu 2020 en að gera nýja flotbryggju þar sem ekki er gert ráð fyrir bryggjunni í fjárfestingaráætlun 2020.
6.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2019 - 2019110062
Lagt er fram bréf Eiríks Benónýssonar, f.h. Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 17. október sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum um rekstrarniðurstöðu A-hluta sveitarfélagsins 2018 og horfur í rekstri fyrir árið 2019.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga í samræmi við minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 21. nóvember sl.
7.Frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf), 266. mál. - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 18. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf), 266. mál. Umsagnarfrestur er til 2. desember nk.
Lagt fram til kynningar.
8.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2019 - 2019030020
Fundargerð 126. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða, sem haldinn var 6. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.
9.Íþrótta- og tómstundanefnd - 201 - 1911012F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 201. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 20. nóvember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Bæjarráð vísar endurskoðun á samstarfssamningum Ísafjarðarbæjar og HSV 2020 aftur til vinnslu í íþrótta- og tómstundanefnd.
Stefanía yfirgefur fundinn kl. 8:55.
-
Íþrótta- og tómstundanefnd - 201 Umræður fóru fram. Samningi vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.
Gestir
- Stefanía Ásmundsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:53
Fundi slitið - kl. 09:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?