Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1082. fundur 11. nóvember 2019 kl. 08:05 - 09:44 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Sigurður Jón Hreinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Sigurður J. Hreinsson mætir sem áheyrnarfulltrúi fyrir Í-listann.

1.Aðild að RS Raforku - 2019050060

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjaritara og Eyþórs Guðmundssonar, innkaupa- og tæknistjóra, dags. 7. nóvember sl., vegna útboðs á raforku.
Lagt fram til kynningar.
Eyþór yfirgefur fundinn kl. 8:16.

Gestir

  • Eyþór Guðmundsson, innkaupa- og tæknistjóri - mæting: 08:09

2.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 8. nóvember sl., þar sem tilkynnt er um að fallið sé frá einu tilboði í íbúð í Sindragötu 4a, Ísafirði.
Bæjarráð fellst á að fallið verði frá tilboðinu.

3.Fjárhagsáætlun 2020 - framkvæmdaáætlun - 2019030031

Umræður um framkvæmdaáætlun 2020-2023
Umræður fóru fram.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:16
  • Axel Rodriguez, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:18

4.Fjárhagsáætlun 2020 - gjaldskrár - 2019030031

Kynnt er minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttir, bæjarritara, og Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dags. 8. nóvember, um tillögur að breytingum á gjaldskrám Ísafjarðarbæjar.
Umræður fóru fram.
Edda María yfirgaf fundinn kl. 8:40.
Axel yfirgefur fundinn kl. 08:50.

5.Snjómokstur Ísafirði og Hnífsdal, útboð. - 2019100083

Kynnt minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, fyrrv. sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 25. október 2019, þar sem lagt er mat á kostnað við kaup á nýju snjómoksturstæki og mögulegt útboð á vetrarþjónustu á Ísafirði og í Hnífsdal.
Bæjarráð tók málið fyrir á 1080. fundi sínum 28. október sl., og frestaði afgreiðslu þess
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að unnið sé að útboði á vetrarþjónustu á Ísafirði og í Hnífsdal.

6.Aflamark Byggðastofnunar á Flateyri - 2018050083

Lagt fram bréf Péturs Friðjónssonar f.h. Byggðastofnunar, dagsett 8. nóvember sl., vegna úthlutunar aflamarks Byggðastofnunar á Flateyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillögu Byggðastofnunar um úthlutun aflamarks Byggðastofnunar á Flateyri.

7.Skipulagsbreytingar - öldrunarþjónusta - 2019080054

Lagt er fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 7. nóvember sl., varðandi skipulagsbreytingar í öldrunarþjónustu.
Bæjarráð samþykkir að tómstundamálum og virkniúrræðum verði fundinn farvegur sem sniðinn verði að þörfum allra íbúa í Ísafjarðarbæ, 67 ára og eldri, í samvinnu við aðila sem að málaflokknum koma.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja með formlegum hætti og skipi fyrir um tilfærslu málaflokks 53 (þjónustuíbúðir) frá velferðarsviði til umhverfis- og eignasviðs. Einnig leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að heimila ráðningu öldrunarfulltrúa í heilt stöðugildi.


Gestir

  • Margrét Geirsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs - mæting: 09:01
Kristján Þór Kristjánsson yfirgaf fundinn undir þessum lið. Margrét yfirgefur fundinn kl. 9:12.

8.Skipulagsbreytingar - verslun íbúa Hlífar - 2019080054

Lagt er fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 7. nóvember sl., varðandi þá kosti sem til staðar eru varðandi skipulagsbreytingar á Hlíf er snúa að verslun íbúa Hlífar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við húsfélögin á Hlíf um mögulega aðkomu reksturinn á versluninni á Hlíf.

9.Ferðaþjónustan í Reykjanesi - 2019110027

Lagt fram bréf Jóns Heiðars Guðjónssonar f.h. Ferðaþjónustunnar í Reykjanesi ehf., dagsett 7. nóvember sl., þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld vegna reksturs ferðaþjónustu í Reykjanesi.
Bæjarráð þakkar bréfritara erindið og býður honum að mæta til fundar við bæjarráð.

10.Ársskýrslur 2017-2020 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2018030014

Lögð fram ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2018.
Lagt fram til kynningar.

11.Málefni hverfisráða - 2017010043

Lagður fram tölvupóstur Jóhanns Birkis Helgasonar, formanns Hverfisráðsins í Hnífsdal, dagsettur 5. nóvember sl. Meðfylgjandi er fundargerð stjórnarfundar frá 4. nóvember sl., og bréf vegna göngustíga, félagsheimilisins, Bakkaskjóls og Gamla barnaskólans.
Bæjarráð vísar beiðni um nýjan stíg í Hnífsdal til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá bæjarstjóra um viðhaldsþörf og áætlað viðhald varðandi Félagsheimilið í Hnífsdal, Bakkaskjól og Barnaskólann í Hnífsdal.

12.Drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Láru Kristínar Traustadóttur f.h. umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dagsettur 4 nóvember sl., þar sem vakin er athygli á að drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi hafa verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

13.Frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 4. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál. Umsagnarfrestur er til 18. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

14.Frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 6. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál. Umsagnarfrestur er til 27. nóvember nk.
Frumvarpinu vísað til velferðarnefndar.

15.Velferðarnefnd - 443 - 1911005F

Fundargerð 443. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 7. nóvember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:44.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?