Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1081. fundur 04. nóvember 2019 kl. 08:05 - 09:41 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Sindragata 4A, útboð og framkvæmd verkþátta. - 2018050038

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Axels Rodriguez Överby, dags. 1. nóvember 2019, þar sem lagt er til að samið verði við Húsasmiðjuna um hreinlætistæki og pípulagningarefni fyrir Sindragötu 4a á grundvelli tilboðs þeirra.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði Húsasmiðjunnar verði tekið.

2.Viðauki 11 við fjárhagsáætlun 2019 - 2018120062

Lagður fram viðauki 11 við fjárhagsáætlun 2019. Um er að ræða 10,3 m.kr. aukin kostnað hjá velferðarsviði og 5,2 m.kr. lægri kostnað Þjónustuíbúða Hlíf. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er 5.146.764,- eða lækkun afkoma úr kr. 44.486.764,- í kr. 39.340.000,- en áhrifin á sveitasjóð A hluta er aukinn kostnaður um kr. 10.298.988,- og því eykst rekstrarhalli úr kr. 86.319.131,- í kr. 96.618.119,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki 11 verði samþykktur.
Margrét Geirsdóttir fer af fundi kl. 08:26

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:08
  • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:08

3.Viðauki 12 við fjárhagsáætlun 2019 - 2018120062

Lagður fram viðauki 12 við fjárhagsáætlun 2019. Um er að ræða lækkun framkvæmda um 214 milljónir króna og aukna afkomu um 43,5 milljónir króna. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er 43.500.000,- eða aukin afkoma úr kr. 39.340.000, í 82.840.000- en áhrifin á sveitasjóð A hluta er 0,- og því óbreyttur rekstrarhalli kr. 96.618.119,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki 12 verði samþykktur.

Gestir

  • Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:29

4.Fjárhagsáætlun 2020 og framkvæmdaáætlun - 2019030031

Umræður um framkvæmdaáætlun 2020 og drög að fjárhagsáætlun 2020.
Umræður fóru fram.

5.Fjárhagsáætlun 2020 - gjaldskrárbreytingar fasteignagjalda - 2019030031

Kynnt minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dagsett 30. október sl., vegna gjaldskrárbreytinga fasteignagjalda 2020.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga fjármálastjóra að gjaldskrárbreytingum fasteignagjalda 2020 verði samþykkt, og verði þá notuð sem forsendur við fjárhagsáætlunarvinnu 2020.

6.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 30. október sl., ásamt tillögu að uppfærðu ferli fjárhagsáætlunar 2020.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara.

7.Kaup slökkvibifreiða vegna Dýrafjarðarganga - 2019100100

Kynnt minnisblað Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra, dagsett 31. október sl., vegna kaupa á slökkvibifreiðum vegna Dýrafjarðarganga.
Umræður fóru fram.

8.Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2018020026

Tillaga bæjarfulltrúa Í-lista um aðgerðir til fjölgunar íbúa og íbúða:

„Bæjarfulltrúar Í-listans leggja til að Ísafjarðarbær leggi til hlutafé í stofnun félags sem hafi þann tilgang að stuðla að nýbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu.
Félagið starfi með þeim hætti að kaupa álitlegar óbyggðar íbúðir sem skortur er á markaði og setji aftur á söluskrá þegar styttast fer í verklok byggingarframkvæmda.
Í fyrsta áfanga hafi félagið heimild til að eiga allt að þrjár íbúðir á hverjum tíma.
Lagt er til að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna þessa félags í yfirstandandi fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2020.

Í Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar sem kynnt var í nóvember 2018, er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi um á bilinu 400 til 800 á á næstu 4-5 árum.
Hærri talan miðast við miðspá II mannfjöldaspár sem nánar er komið að í skýrslunni og forsendur hennar gera ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu fiskeldis og aukna ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
Að gefnum forsendum er þörf á nýjum íbúðum í sveitarfélaginu 10-25 íbúðir ári á árabilinu 2019 - 2022 að gefnum forsendum um mannfjöldaþróun og lýðfræðilegar breytingar.
Þátttaka bæjarfélagsins í að fjölga íbúðum er liður í því að styðja að áðurnefndar spár um fjölgun íbúa gangi eftir.“

Á 444. fundi bæjarstjórnar var tillögunni vísað til frekari umræðna í bæjarráði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Edda María Hagalín og Axel Rodriguez Överby yfirgefa fundinn kl. 09:19

9.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2019/2020 - 2019090036

Lagður er fram tölvupóstur Jóns Þránds Stefánssonar, sérfræðings atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 31. október sl., með auglýsingu um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir sveitarfélagið fyrir fiskveiðiárið 2019/2020.

10.Hverfisráð Önundarfjarðar, nýting framkvæmdafjár - 2017010043

Lögð er fram beiðni Ívars Kristjánssonar, formanns Hverfisráðs Önundarfjarðar, dags. 7. október sl. og minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 31. október sl. vegna nýtingar framkvæmdafjár umfram það sem nú þegar hefur verið samþykkt.
Bæjarráð samþykkir beiðni hverfisráðs Önundarfjarðar um nýtingu framkvæmdafjár.

11.Ungmennaþing á norðanverðum Vestfjörðum - 2019110001

Lagður fram tölvupóstur Viktoríu Rósar Þórðardóttur, dagsettur 1. nóvember sl., þar sem boðið er til ungmennaþings á norðanverðum Vestfjörðum þann 26. nóvember nk.
Bæjarráð þakkar fyrir boðið og fagnar framtaki ungmennaráðs Ísafjarðarbæjar. Bæjarfulltrúar eru hvattir til að sækja þingið.

12.Aðstaða sjósportklúbbins Sæfara við Suðurtanga 2 - 2019050091

Kynnt minnisblað Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra, dagsett 1. nóvember sl., vegna húsnæðis og aðstöðu sjósportklúbbsins Sæfara.
Umræður fóru fram.

13.Jafnréttisáætlun og jafnlaunakönnun - 2010050008

Lagt fram bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. október sl., um jafnréttisáætlanir sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

14.Landsfundur Upplýsingar 2020 - styrkbeiðni - 2019100098

Lagt fram bréf Pernillu Rein f.h. Upplýsingar, félags á sviði bókasafns og upplýsingafræða, dagsett 23. október sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna Landsfundar félagsins í september 2020, og er bæjarstjóra jafnframt boðið til fundarins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

15.Úttekt á slökkviliði Ísafjarðarbæjar - 2016120057

Lagt fram bréf Davíðs S. Snorrasonar f.h. Mannvirkjastofnunar, dagsett 22. október sl., vegna úttektar á slökkviliði Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir málið með slökkviliðsstjóra.

16.Samstarfshópur um friðlýsingar á Vestfjörðum - 2019100101

Lagt fram bréf Freyju Pétursdóttur og Hildar Vésteinsdóttur f.h. Umhverfisstofnunar, dagsett 25. október sl., þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í samstarfshóp um friðlýsingar á Vestfjörðum innan marka Vesturbyggðar og Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilnefna fulltrúa í samstarfshópinn.

17.Fundargerðir 2019-2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2019090035

Fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 25. október sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2019 - 2019020071

Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsettur 1. nóvember sl. ásamt fundargerð 124. fundar heilbrigðisnefndar frá 31. október sl. Á fundi heilbrigðisnefndar var m.a. farið yfir frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti nr. 7/1998, en þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu munu valda því að starfsemi heilbrigðiseftirlits dregst verulega saman.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Hafnarstjórn - 207 - 1910026F

Fundargerð 207. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 31. október sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 528 - 1910013F

Fundargerð 528. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 28. október sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 2 - 1910023F

Fundargerð 2. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal, sem haldinn var 29. október sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Velferðarnefnd - 442 - 1910024F

Fundargerð 442. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 31. október sl. Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:41.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?