Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sindragata 4b - Flokkur 2, - 2023100033
Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 81 og var því frestað og kallað eftir lagfæringum á aðaluppdráttum.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá SeiStudio.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá SeiStudio.
2.Vallargata 1a L238450; umsókn um byggingarleyfi - 2025010146
Lögð er fram umsókn Guðna Björns Valberg um byggingarleyfi vegna nýbyggingar að Vallargötu 1a. Sótt er um leyfi til að reisa þar á kaffihúsi er tengist starfsemi Gramsverslunar.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Tripoli arkitektum.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Tripoli arkitektum.
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.
3.Brunngata 20 L138142; umsókn um byggingarleyfi - 2025030138
Lögð er fram umsókn Sveins D Lyngmo f.h Kristjáns H Lyngmo vegna byggingarheimildar. Sótt er um leyfi til viðbyggingar á húsnæðinu. Viðbygging verður stækkun anddyris byggð úr timbri.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Eflu.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Eflu.
Erindi frestað. Sökum aldurs húss er kallað eftir umsögn Minjastofnunar á framkvæmdunum.
4.Ártunga 6 L206833; umsókn um byggingarleyfi - Flokkur 3 - 2025010303
Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 81 og voru þar byggingaráform samþykkt með fyrirvara um lagfæringar á aðaluppdráttum.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Verkís.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Verkís.
Byggingaráform með samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 byggingarreglugerðar verða uppfyllt.
5.Æðartangi 2 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - 2025030146
Lögð fram tilkynning um framkvæmd frá Bygma Ísland ehf. vegna uppsetningu á tveggja metra háum skjólvegg sem til stendur að reisa einum meter frá lóðarmörkum.
Sökum nálægðar við lóðarmörk er málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar sem tekur afstöðu til málsins sem aðliggjandi lóðarhafi.
6.Torfnes menntaskóli - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - 2025030136
Lögð er fram tilkynning um framkvæmd frá Menntaskólanum á Ísafirði. Tilkynnt er um framkvæmd er snýr að uppsetningu á sólarselluvirki og smáhýsi er geymir rafhlöðu og stýringar. Um er að ræða samvinnuverkefni Menntaskólans með Orkubúi Vestfjarða og Bláma um rannskóknir og mælingar á sólarorku á norðurslóðum.
Jafnframt er lagður fram uppdráttur frá Menntaskólanum á Ísafirði.
Tilkynnandi óskar eftir umfjöllun skipulags- og mannvirkjanefnd vegna verksins.
Jafnframt er lagður fram uppdráttur frá Menntaskólanum á Ísafirði.
Tilkynnandi óskar eftir umfjöllun skipulags- og mannvirkjanefnd vegna verksins.
Jákvætt er tekið í erindið og málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar að beiðni umsækjanda.
7.Silfurgata 5 L138624; umsókn um byggingarleyfi - 2025010304
Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 81 og var því frestað. Kallað var eftir áliti Minjastofnunar á framkvæmdinni.
Til viðbótar við áður framlögð gögn er nú lagt fram jákvætt álit Minjastofnunar.
Til viðbótar við áður framlögð gögn er nú lagt fram jákvætt álit Minjastofnunar.
Byggingaráform með samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 byggingarreglugerðar verða uppfyllt.
8.Umsókn um stöðuleyfi - 2025030135
Lögð er fram umsókn Erlu Sighvatsdóttur um stöðuleyfi gáms við Víkingasvæðið á Þingeyri. Sótt er um leyfi til 12 mánaða. Jafnframt eru lögð fram fylgigögn í formi ljósmynda, vísan í staðsetningu gáms ásamt greinargerð.
Erindi vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
9.Umsókn um stöðuleyfi - 2025030020
Lögð er fram umsókn Geirnaglans ehf. um stöðuleyfi vegna geymlutjalds/skemmu til geymslu á vélum og tækjum.
Erindi hafnað. Umsækjanda er bent á að stöðuleyfi eru hugsuð sem tímabundin úrræði. Um er ræða framkvæmd háða byggingarheimild.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Umsóknin samræmist að öðru leiti lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 byggingarreglugerðar verða uppfyllt.