Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
81. fundur 18. febrúar 2025 kl. 08:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Silfurgata 5 L138624; umsókn um byggingarleyfi - 2025010304

Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 636 þar sem skipulagsfulltrúa var falið að grenndarkynna áformin um fjölgun íbúða. Frestur var gefinn til og með 16 nóvember 2024. Engar athugasemdir bárust.
Nú er lögð fram umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar húsnæðisins og fjölgun íbúða.
Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá Eflu frá janúar 2025
Erindi frestað m.v í athugasemdir byggingarfulltrúa. Kallað er eftir áliti Minjastofnunar á útlitsbreytingum hússins.

2.Grænigarður 138982 L138982; umsókn um byggingarleyfi - 2025020076

Lögð er fram umsókn Garðars Sigurgeirssonar f.h Vestfirskra verktaka um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar húsnæðisins. Sótt er um að húsnæðinu sé breytt á þann veg að geymsluhúsnæði sé á jarðhæð og efri hæðin sé nýtt undir vinnustofur. Eins er sótt um leyfi til fjölgunar á iðnaðarhurðum, geymslurýmum og eignum í byggingunni ásamt því að setja upp stálstiga frá svölum 2. hæðar.
Þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið er málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

3.Hafnarstræti 18 L140872; umsókn um byggingarleyfi - 2025020007

Lögð er fram umsókn Sveins Lyngmó f.h Vestfirskra verktaka vegna breyttrar notkunar á húsnæðinu. Erindið var áður samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 69 en fallið var frá áformum.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Eflu.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarheimild verður gefið út er skilyrði gr. 2.3.8 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
Óskað er staðfestingu burðarþolshönnuðar á að framkvæmdir við útveggi rýri ekki burð hússins.
Eins er óskað lagfæringar á aðaluppdráttum m.v í athugasemdir byggingarfulltrúa.

4.Fjarðarstræti 24 L138240; umsókn um byggingarleyfi - 2025010302

Lögð er fram umsókn Samúels Orra Stefánssonar f.h Salem hvítasunnusöfnuðar vegna breytingar á notkun húsnæðisins. Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir íbúð í húsinu ásamt því að koma upp flóttaleiðum úr íbúðunum. Sótt er um leyfi til þess að setja upp stálstiga.
Erindi er varðar íbúðir er frestað m.v í athugasemdir byggingarfulltrúa.
Óskað er eftir áliti Minjastofnunar vegna útlitsbreytinga á húsinu.

5.Ártunga 6 L206833; umsókn um byggingarleyfi - Flokkur 3 - 2025010303

Lögð er fram umsókn Sigurðar Guðmundar Óskarssonar um byggingarleyfi vegna byggingu einbýlishúss úr timbri á lóðinni.
Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá Verkís
Byggingaráform með fyrirvara á lagfæringu hönnuðar á aðaluppdráttum.
Að öðru leiti eru byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefin út er skilyrði gr. 2.4.4 byggingarreglugerðar verða uppfyllt

6.Vallargata 1 L193411; umsókn um byggingarleyfi - 2025010146

Lögð er fram umsókn Guðna Björns Valberg f.h Fasteignafélagsins Þingeyri ehf. um byggingaleyfi vegna breytinga á húsinu. Um er að ræða endurgerð hússins.
Jafnframt eru lagðir fram aðalauppdrættir frá Trípoli arkitektum ásamt jákvæðu áliti Minjastofnunar á framkvæmdunum.
Erindi samþykkt með fyrirvara á lagfæringu hönnuðar á aðaluppdráttum. Að öðru leiti eru byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefin út er skilyrði gr. 2.4.4 byggingarreglugerðar verða uppfyllt.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sindragata 4b - Flokkur 2, - 2023100033

Lögð er fram að nýju umsókn Shruthi Basappa f.h Vestfirskra verktaka vegna byggingar fjölbýlishúss. Byggingaráform voru áður samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 75 en sú samþykkt felld úr gildi á fundi Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Samhliða umsókn eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Sei Studio.
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

8.Brunngata 20 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - 2025010305

Lögð er fram tilkynning Kristjáns Lyngmó um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi. Sótt eru um að byggja við húsið stækkun á anddyri.
Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá Eflu.
Erindi frestað. Um er að ræða framkvæmd sem er háð útgáfu byggingarheimildar. Umsækjanda er bent á að sækja um byggingarheimild og skila inn skráningartöflu samhliða umsókn.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?