Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
80. fundur 20. desember 2024 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Suðurtangi 12 (Sindragata 27) L201219; umsókn um byggingarleyfi - 2024100113

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 79 og var því frestað.
Til viðbótar við áður framlögð gögn er nú lagt fram nýtt deiliskipulag af svæðinu.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarheimild verður gefin út er skilyrði gr. 2.3.8 byggingarreglugerðar verða uppfyllt.

2.Þverfell á Dynjandisheiði. Umsókn um stöðuleyfi fyrir fjarskiptagám - 2024110147

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi dags. 22. nóvember 2024 frá Neyðarlínunni ohf. vegna áforma Neyðarlínunnar og Nova hf. um samvinnu tilraunaverkefnis um uppsetningu á fjarskiptastað á Dynjandisheiði vegna þess hversu langt er í rafmagn og gagnatengingar.

Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12. mánaða.

3.Umsókn um stöðuleyfi - 2024110124

Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 642 og var vel tekið í tillöguna. Lagt var til að veita stöðuleyfi til 12 mánaða.
Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12. mánaða.

4.Umsókn um stöðuleyfi - 2024100119

Á afgreiðslufundi nr. 79. var umsókn Sigurðar Arnar Jónssonar um stöðuleyfi lögð fram f.h slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. Sökum þess að áður hafði fengist stöðuleyfi fyrir umræddum gám var málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við útgáfu stöðuleyfis.
Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12. mánaða.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?