Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Sindragata 27 L201219; umsókn um byggingarleyfi - 2024100113
Lögð er fram umsókn Sveins Lyngmó f.h Steypustöðvar Ísafjarðar ehf. vegna stækkunar steypustöðinni. Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Eflu ásamt séruppdráttum sökkuls.
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.
2.Umsókn um stöðuleyfi - 2024100119
Lögð er fram umsókn Sigurðar Arnars Jónssonar f.h Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, um stöðuleyfi á gámi er stendur fyrir framan slökkvistöðina.
Þar sem umsækjandi hefur áður fengið stöðuleyfi samþykkt fyrir umræddan gám er málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
3.Oddavegur 11 L141104; umsókn um byggingarleyfi - 2024100085
Lögð er fram ný umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á notkun húsnæðisis. Í eldra máli (2024030091) var sótt um veitingarekstur í húsinu ásamt starfsmannaíbúð. Erindi var hafnað á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 635.
Í núverandi máli er sótt um að breyta húsinu í geymsluhúsnæði sem inniheldur húsvarðaríbúð.
Samhliða umsókn eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum ásamt tölvupósti frá umsækjanda til rökstuðnings á leyfi íbúa á iðnaðar- og athafnasvæði B30.
Í núverandi máli er sótt um að breyta húsinu í geymsluhúsnæði sem inniheldur húsvarðaríbúð.
Samhliða umsókn eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum ásamt tölvupósti frá umsækjanda til rökstuðnings á leyfi íbúa á iðnaðar- og athafnasvæði B30.
Þar sem húsið er á iðnaðar- og athafnasvæði skv. gildandi deiliskipulagi er málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til yfirferðar.
4.Umsókn um byggingarleyfi. Selakirkjuból 1 L141048 - 2024080114
Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 77 og því vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar. Á fundi þeirrar nefndar var tekið jákvætt í erindið og máli vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um lagfæringar á aðaluppdráttum. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarheimild verður gefin út er skilyrði gr. 2.3.8 byggingarreglugerðar verða uppfyllt.
5.Aðalstræti 25 L140712; umsókn um byggingarleyfi - 2024100048
Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 78 og var því frestað.
Til viðbótar við áður framlögð gögn er nú lagt fram álit Minjastofnunar vegna breytinganna
Til viðbótar við áður framlögð gögn er nú lagt fram álit Minjastofnunar vegna breytinganna
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.
6.Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - 2024110031
Lögð er fram fyrirspurn frá Birgi Þresti Jóhannssyni um að skipta eigninni að Sólvöllum að Núpi upp í tvö fasteignanúmer. Fyrir í húsinu eru nú tvær íbúðir undir sama fasteignanúmerinu.
Jafnframt er lagt fram samþykki allra þinglýstra íbúa hússins fyrir breytingunni.
Jafnframt er lagt fram samþykki allra þinglýstra íbúa hússins fyrir breytingunni.
Samþykkt.
7.Suðurtangi 2, Ísafirði. Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - 2024100047
Fyrirspurnin var tekin fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 78 og var henni vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Nefndin óskaði eftir áliti slökkviliðs á því að breyta notkun eignarhlutans í íbúð.
Nefndin óskaði eftir áliti slökkviliðs á því að breyta notkun eignarhlutans í íbúð.
Fordæmi eru fyrir breytingum sem þessum í húsinu og heimilt er að breyta notkun eignarhlutans að uppfylltum kröfum byggingarreglugerðar nr. 112/2012 ásamt kröfum eldvarnareftirlits.
Fundi slitið.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?