Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
78. fundur 08. október 2024 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Mosvellir 1 141021 - Flokkur 1, - 2024070040

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 77 og var því frestað.
Nú eru lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Stoð Verkfræðistofu ehf.
Samþykkt. Byggingarheimild er veitt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Umsækjanda er bent á að áður en lokaúttekt fer fram skal séruppdráttum skilað til leyfisveitanda m.v í gr. 2.3.8 byggingarreglugerðar.

2.Sindragata 10 L138764; umsókn um byggingarleyfi - 2024080084

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 77 og var því frestað og kallað eftir frekari gögnum.
Samhliða fyrri gögnum er nú lagaður fram uppdráttur frá M11 arkitektum er sýnir fyrirkomulag húss fyrir fyrirhugaðar breytingar.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

3.Hafnarstræti 1 L138276; umsókn um byggingarleyfi - 2024090086

Lögð er fram umsókn Björns Guðbrandssonar f.h Íslandsbanka hf. vegna breytinga á innra byrði rýmis Íslandsbanka í húsinu.
Jafnframt er tilkynnt um að eignarhluti Íslandsbanka minnki við breytinguna.
Samhliða umsókn er lagður fram uppdráttur frá Arkís vegna breytinganna.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Umsækjanda er bent á að ef eignarhlutur eiganda minnkar við breytinguna er þörf á að skilað sé inn nýrri skráningartöflu.

4.Miðtún 31-37 - umsókn um byggingarleyfi - 2021050032

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 51 og voru byggingaráform samþykkt.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir burðarþols og lagna ásamt skráningartöflu. Jafnframt liggur fyrir staðfesting byggingarstjóra.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Umsækjanda er bent á að allir séruppdrættir þurfa liggja fyrir áður en kemur til lokaúttektar.

5.Umsókn um stöðuleyfi - 2024100013

Lögð er fram umsókn Gauta Geirssonar f.h skíðafélags Ísafjarðarbæjar um stöðuleyfi vegna bráðabirgðahúsnæðis er byggt verður á lóð Menntaskólans á Ísafirði. Um er að ræða hús er reist verður af iðnnemum við smíðar.
Jafnframt er sótt um að eftir að smíði líkur að húsið verði fært í Tungudal þar sem sótt verði um stöðuleyfi fyrir húsinu.
Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá Eflu.
Samþykkt er að veita stöðuleyfi fyrir húsinu á meðan smíði fer fram á lóð Menntaskólans á Ísafirði. Stöðuleyfi veitt til 12 mánaða.
Umsækjanda er bent á að er kemur að tilfærslu hússins til varanlegrar staðsetningar þá þarf að sækja um byggingarheimild m.v í gr. 2.3.8 byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Ekki er um stöðuleyfis skylda framkvæmd að ræða.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sundstræti 34 - Flokkur 1, - 2023080023

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 76 og var því frestað. Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 624 var erindið tekið fyrir og var heimilað að grenndarkynna áformin fyrir eigendum íbúa í Sundstræti 32, 34 og 36.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Verkís.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarheimild verður gefin út er skilyrði gr. 2.3.8 byggingarreglugerðar verða uppfyllt.

7.Smiðjustígur 2 L237743; umsókn um byggingarleyfi - 2024080123

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 77 og var því frestað.
Samhliða áður framlögðum gögnum eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá KOA arkitektum.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefin út er skilyrði gr. 2.4.4 byggingarreglugerðar verða uppfyllt.

8.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ártunga 3 - Flokkur 2, - 2023080090

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi nr. 71 og var veitt takmarkað byggingarleyfi fyrir verkþáttum tengdum jarðvinnu og sökkli.
Tið viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir burðarþols- og lagna frá SG Hús ásamt séruppdráttum raflagna frá Benedikt Ólafssyni
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

9.Hlíðarvegur 50 - Umsókn um byggingarleyfi - 2024100044

Lögð er fram umsókn um byggingarleyfi frá Guðmundi M. Kristjánssyni vegna byggingar einbýlishús. Húsið verður timburhús á steyptum sökkli.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir ásamt séruppdráttum burðarþols og lagna frá Verkís.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Takmarkað byggingarleyfi veitt tengt verkþáttum burðarþols og lagna. Vinna við aðra verkþætti er óheimild þar til séruppdrættir þeirra berast.

10.Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - 2024100047

Lögð er fram fyrirspurn frá Ainara Aguilar Del Caz vegna breyttrar notkunar á hluta verkstæðishluta Suðurtanga 2. Snýr breytingin að því að breyta umræddum eignarhlut í íbúð.
Erindi vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

11.Aðalstræti 25 L140712; umsókn um byggingarleyfi - 2024100048

Lögð er fram umsókn um byggingarheimild frá Brynhildi Pálmarsdóttur vegna breytingar á ytra og innra byrði eignarinnar.
Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá PK arkitektum
Erindi frestað. Óskað er eftir áliti Minjastofnunar á umræddum breytingum sökum aldurs húss.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?