Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vífilsmýrar - Flokkur 2, - 2024060023
Erindið var tekið fyrir á fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 632 og var ekki talin ástæða til að grenndarkynna áform um breytingu á notkun mannvirkis, með vísan í 3.mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sótt er um breytingu á notkun húsnæðisins.
Sótt er um breytingu á notkun húsnæðisins.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefin út er skilyrði gr. 2.4.4 byggingarreglugerðar verða uppfyllt.
2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2024060054
Lögð er fram umsókn Hallgríms Inga Jónssonar um byggingarleyfi f.h Mosvalla ehf. vegna byggingar á fjár- og geitabúi á jörðinni.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Stoð Verkfræðistofu ehf.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Stoð Verkfræðistofu ehf.
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.
3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bakki - Flokkur 1, - 2024060042
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags-og mannvirkjastofnunar nr. 634. Nefndin telur að ekki þurfi að grenndarkynna breytta notkun á mannvirki með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, þar sem hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.
4.Húsatún 189355 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2024070034
Lögð er fram umsókn um byggingarheimild frá Hákoni Barðasyni vegna viðbyggingar við sumarhús. Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Teikna arkitektum ásamt skráningartöflu.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarheimild verður gefin út er skilyrði gr. 2.3.8 byggingarreglugerðar verða uppfyllt.
5.Smiðjustígur 2 L237743; umsókn um byggingarleyfi - 2024080123
Lögð er fram umsókn Kjartans Árnasonar um byggingarleyfi f.h Boiler-Inn ehf þar sem fyrirhugað er að byggja sýningar- og veitingahús.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Kaa ásamt skráningartöflu
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Kaa ásamt skráningartöflu
Frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.
6.Umsókn um byggingarleyfi. Selakirkjuból 1 L141048 - 2024080114
Lögð er fram umsókn Hallgríms Inga Jónssonar f.h Fjallabóls ehf. um byggingarleyfi vegna byggingar á vélageymslu.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir ásamt séruppdráttum burðarþols og lagna frá Stoð verkfræðistofu ehf.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir ásamt séruppdráttum burðarþols og lagna frá Stoð verkfræðistofu ehf.
Málinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar m.v í gr. 5.11.2 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
7.Silfurgata 5, Ísafirði. Fyrirspurn um fjölgun íbúða - 2024080107
Lögð er fram fyrirspurn frá Frey Ólafssyni vegna breytingar á notkun húsnæðisins. Fyrirhugað er að fjölga íbúðum í húsinu sem nú er skráð sem verslunar og þjónustuhúsnæði.
Jafnframt eru lagðar fram teikningar frá umsækjanda.
Jafnframt eru lagðar fram teikningar frá umsækjanda.
Erindi vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar
8.Sindragata 10 L138764; umsókn um byggingarleyfi - 2024080084
Lögð er fram umsókn Hugrúnar Þorsteinsdóttur f.h Arctic Fish ehf. vegna breytinga á ytra og innra byrði húsnæðisins.
Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá M11 arkitektum ásamt samþykki aðliggjandi lóðarhafa fyrir breytingunum.
Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá M11 arkitektum ásamt samþykki aðliggjandi lóðarhafa fyrir breytingunum.
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.
9.Gatnamót við Breiðadals-og Botnsheiði. Umsókn um stöðuleyfi - 2024070035
Lögð er fram umsókn Kristbjörns R. Sigurjónssonar f.h Fossavatnsgöngunnar vegna stöðuleyfis starfsmannahúss.
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 634 og var umsækjanda bent á að um framkvæmd væri að ræða sem ekki fellur undir stöðuleyfi.
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 634 og var umsækjanda bent á að um framkvæmd væri að ræða sem ekki fellur undir stöðuleyfi.
Erindi hafnað. Umsækjanda er bent á að sækja um byggingarheimild vegna verksins.
10.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma vegna vinnu við varnargarða - 2024070080
Lögð er fram umsókn Ísafjarðarbæjar um stöðuleyfi vegna vinnubúða tengda vinnu við varnargarða.
Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir staðsetningu vinnubúða.
Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir staðsetningu vinnubúða.
Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12 mánaða
11.Umsókn um stöðuleyfi - 2024080155
Lögð er fram umsókn Erlu Sighvatsdóttir um stöðuleyfi fyrir gám á hátíðarsvæði á Þingeyrarodda.
Óskað er fylgigagna svo hægt sé að afgreiða umsókn
Fundi slitið - kl. 16:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?