Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
76. fundur 19. júní 2024 kl. 08:00 - 16:00 í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sundstræti 34, Ísafirði. Grenndarkynning viðbyggingar - 2024020002

Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 631 í kjölfar grenndarkynningar á áformunum. Nefndin tók vel í erindið og fól byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
Samhliða umsókn voru lagðir fram aðaluppdrættir frá Verkís.
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hlíðarvegur 4 - Flokkur 1, - 2023020031

Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 631 og var byggingarfulltrúa falið að vinna áfram.
Samhliða umsókn um byggingarheimild eru lagðir fram aðaluppdrættir frá kaa arkitektum.

Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarheimild verður gefin út er skilyrði gr. 2.3.8 byggingarreglugerðar verða uppfyllt. Óskað er skráningartöflu frá hönnuði.
Umsækjandi skal hafa það í huga að lögð er áhersla á að útlit hússins verði í takt við byggingarár mannvirkis og að gluggar og gluggapóstar verði í tíðaranda þess tíma er húsið var reist. Skulu upplýsingar þess efnis koma fram á séruppdráttum hönnuðar.


3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vífilsmýrar - Flokkur 2, - 2024060023

Lögð er fram umsókn um byggingarleyfi frá Jóni Grétari Magnússyni f.h Fjallabóls ehf. vegna breyttrar notkunar húsnæðisins ásamt öðrum matshlutum.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum ásamt skráningartöflu.
Málinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar m.v í gr. 5.11.2 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bakki - Flokkur 1, - 2024060042

Lögð er fram umsókn um byggingarleyfi frá Jóni Grétari Magnússyni vegna breyttrar notkunar á húsnæði.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum ehf. ásamt skráningartöflu
Málinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar m.v í gr. 5.11.2 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sundstræti 38 - Flokkur 1, - 2023030063

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 73 og var því frestað.
Samhliða fyrri gögnum eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Eflu.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefin út er skilyrði gr. 2.4.4 byggingarreglugerðar verða uppfyllt.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Æðartangi 6 - Flokkur 1, - 2023010230

Lögð er fram umsókn frá Sveini Lyngmó f.h Vestfirskra Verktaka ehf. um breytingu á áður gefnu byggingarleyfi sökum uppfærslu á nýtingarhlutfalli og breytingum innanhúss.
Samhliða umsókn eru lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Eflu ásamt skráningartöflu.
Samþykkt. Staða máls helst óbreytt frá fyrri skráningu. Óskað er eftir raflagnateikningum ásamt staðfestingum iðnmeistara svo hægt sé að gefa út fullgilt byggingarleyfi.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?