Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
75. fundur 14. maí 2024 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Æðartangi 6 - Flokkur 1, - 2023010230

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 65 og voru þá byggingaráform samþykkt.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru lagðir fram séruppdrættir burðarþols sökkuls frá Eflu, séruppdrættir burðarþols útveggjagrindar og þaks frá Límtré vírnet ásamt séruppdráttum frárennslis- og neysluvatnslagna frá Eflu.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Takmarkað byggingarleyfi er veitt fyrir öllum verkþáttum er frá er skilin vinna við hitalagnir og raflagnir. Óskað er eftir séruppdráttum þeirra þátta áður en vinna við þá hefst.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Seljalandsvegur 73 - Flokkur 2, - 2023110158

Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 628 og var niðurstaða nefndarinnar að með uppfærðum aðaluppdráttum frá Studio Granda var komið til móts við þær athugasemdir er bárust við grenndarkynningu.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarheimild verður gefin út er skilyrði gr. 2.3.8 byggingarreglugerðar verða uppfyllt.

3.Stefnisgata 8 og 10, Suðureyri. Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - 2024030094

Lögð er fram fyrirspurn frá Þórði Bragasyni f.h Útgerðarfélagsins Vonin ehf. Óskað er álits á húsi sem umsækjandi hefur í hyggju að byggja á lóðinni.
Meðfylgjandi eru uppdrættir hússins frá Snoei Prefab Buildings ásamt greinargerð Þórðar.
Óskað er eftir frekari gögnum frá umsækjanda en að öðru leiti vísað í svar í tölvupósti

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bakkavegur 10 - Flokkur 1, - 2024040087

Lögð er fram umsókn Sveins Inga Guðbjörnssonar vegna byggingar viðbyggingar bílskúrs og svala við húsnæðið.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá KOA arkitektum ehf.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um lagfæringar hönnuðar á aðaluppdráttum ásamt samþykki aðliggjandi lóðarhafa fyrir framkvæmdunum.
Að öðru leiti samræmist umsóknin lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sindragata 4b - Flokkur 2, - 2023100033

Erindið var tekið á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 74 og var því frestað.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Seistudio.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Daltunga 4 - Flokkur 3, - 2024030093

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 74 og voru byggingaráform samþykkt með fyrirfara um lagfæringu aðaluppdrátta.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir ásamt séruppdráttum burðarþols og lagna frá Verkís
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Takmarkað byggingarleyfi er veitt fyrir öllum verkþáttum er frá er talin vinna tengd rafmagni. Skila skal inn séruppdráttum áður en sú vinna hefst.
Hönnunarstjóra er bent á að lagfæra aðaluppdrætti.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Torfnes - Eyri - Flokkur 3, - 2024030037

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 74 og voru þá byggingaráform samþykkt með fyrirvara á uppfærðum aðaluppdráttum hönnuðar og brunaskýrslu.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá VA arkitektum ásamt skýrslu brunahönnuðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

8.Neðsti -Hvammur 3, í Dýrafirði L140681. Fyrirspurn til byggingarfulltrúa varðandi íbúðarhúss og veglagningar - 2024030127

Lögð er fram fyrirspurn frá Logg - landafræði og ráðgjöf slf. f.h landeiganda jarðarinnar vegna byggingu íbúðarhúss og veglagningar á jörðinni.
Jafnframt eru lögð fram þinglýst kort og landamerki af jörðinni ásamt frekari upplýsingum á pdf formi.
Þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið er málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?