Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Tungubraut 10-16 - Flokkur 2, - 2023060147
Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 70. þann 31 október 2023. Veitt var takmarkað byggingarleyfi fyrir verkhlutum tengdum sökkli, lagnavinnu í jörðu ásamt vinnu tengdri raflögnum.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir burðarþols fyrir þakviði og útveggjagrind frá Verkís.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir burðarþols fyrir þakviði og útveggjagrind frá Verkís.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Með fyrirvara á staðfestingu húsasmíðameistara byggingarleyfi veitt.
2.Gemlufall 1 140949 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - 2024010141
Lögð er fram umsókn Jóns Skúlasonar fyrir skráningu tveggja áður byggðra mannvirkja á jörð sinni.
Jafnframt eru lagðir fram reyndarteikningar frá Kjartani Árnasyni arkitekt ásamt skráningartöflum.
Jafnframt eru lagðir fram reyndarteikningar frá Kjartani Árnasyni arkitekt ásamt skráningartöflum.
Samþykkt. Það athugast að um er að ræða samþykkt á áður gerðum framkvæmdum sem gerðar voru án byggingarleyfis.
Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.
Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.
3.Sindragata 11, Umsókn um stöðuleyfi - 2023110164
Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 71 og var því frestað og frekari gagna óskað.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagt fram samþykki hafnarstjóra ásamt eiganda Sindragötu 11 fyrir staðsetningu gámsins.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagt fram samþykki hafnarstjóra ásamt eiganda Sindragötu 11 fyrir staðsetningu gámsins.
Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12 mánaða. Umsóknaraðila er bent á að leita sér varanlegra lausna og getur hann ekki búist við framlengingu að ári.
4.Umsókn um stöðuleyfi - 2024020142
Lögð er fram umsókn Haraldar Kristinssonar um stöðuleyfi fyrir gám á jörðinni.
Jafnframt eru lagðar fram loftmyndir, ljósmyndir og útskýringarmynd fyrir aðgengi slökkviliðs.
Jafnframt eru lagðar fram loftmyndir, ljósmyndir og útskýringarmynd fyrir aðgengi slökkviliðs.
Erindi vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar. Ekki liggur fyrir leigusamningur umsækjanda fyrir landspildunni er gámurinn skal staðsettur.
5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sundstræti 38 - Flokkur 1, - 2023030063
Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 72 og var því frestað.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Eflu.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Eflu.
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.
6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sindragata 4b - Flokkur 2, - 2023100033
Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 70 og var því frestað.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Seistudio.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Seistudio.
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.
7.Skeið 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 3, - 2024010139
Lögð er fram umsókn Svövu Bjarkar Bragadóttur f.h Erasmus ehf vegna breytinga á innra byrði húsnæðisins.
Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir frá Arkís arkitektum og uppdráttum tengdum lyftu frá Verkís.
Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir frá Arkís arkitektum og uppdráttum tengdum lyftu frá Verkís.
Erindið er samþykkt með fyrirvara um skráningar ábyrgðaraðila.
8.Hrauntunga 1-3 - umsókn um byggingarleyfi - 2021050037
Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 561 þar sem samþykkt var að hluti byggingarinnar myndi ná út fyrir byggingarreit.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir burðarþols og lagna frá Eflu.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir burðarþols og lagna frá Eflu.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?