Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Seljalandsvegur 73 - Flokkur 2, - 2023110158
Lögð er fram umsókn frá Stephen M Christer f.h Daða Valgeirs Jakobssonar vegna stækkunar á svölum.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Studio Granda ásamt skráningartöflu.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Studio Granda ásamt skráningartöflu.
Erindi vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar. Þar sem ekkert deiliskipulag er fyrir hendi á svæðinu er óskað eftir afstöðu nefndarinnar vegna málsins.
2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vallargata 25 - Flokkur 2, - 2023060064
Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 67 þann 30.júní 2023 þar sem takmarkað byggingarleyfi var veitt fyrir vinnu tengt sökkli og lögnum.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir raflagna frá Rafhönnun.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir raflagna frá Rafhönnun.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Auk áður veittu takmörkuðu byggingarleyfi fyrir verkhlutum tengdum sökkli og lögnum er nú heimil vinna tengd raflögnum. Vinna tengd öðrum verkhlutum er ekki heimil.
3.Hafnarbakki 8 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2023120035
Lögð er fram umsókn Jóns Grétars Magnússonar f.h 425 ehf. um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar á húsnæðinu. Húsnæðið er nú skráð sem beituskýli en óskað er eftir því að það muni breytast í matvælavinnslu sem er í takt við núverandi notkun.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ártunga 3 - Flokkur 2, - 2023080090
Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 70 þann 31.10.2023 og voru byggingaráform samþykkt.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir burðarþols fyrir sökkul frá SG-Hús
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir burðarþols fyrir sökkul frá SG-Hús
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Takmarkað byggingarleyfi veitt fyrir verkhlutum tengdum jarðvinnu og sökkli.
Vinna tengd öðrum verkhlutum er ekki heimil.
Vinna tengd öðrum verkhlutum er ekki heimil.
5.Mávagarður, 400. Umsókn um stöðuleyfi - 2023110017
Lögð er fram umsókn frá Skútusiglingum ehf. um stöðuleyfi fyrir þjónustugám fyrirtækisins við hafnarkantinn að Mávagarði.
Jafnframt er lagt fram samþykki hafnarstjóra fyrir beiðni Skútusiglinga ehf., ásamt ljósmynd er sýnir staðsetningu gáms.
Jafnframt er lagt fram samþykki hafnarstjóra fyrir beiðni Skútusiglinga ehf., ásamt ljósmynd er sýnir staðsetningu gáms.
Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12 mánaða.
Umsækjanda er bent á að stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanleg lausn og að ekki megi búast við framlenginu að ári. Er hann hvattur til að leita sér varanlegra lausna.
Umsækjanda er bent á að stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanleg lausn og að ekki megi búast við framlenginu að ári. Er hann hvattur til að leita sér varanlegra lausna.
6.Umsókn um stöðuleyfi - 2023110159
Lögð er fram umsókn Jónu Símoníu Bjarnadóttur f.h vestfirskra villikatta um stöðuleyfi fyrir gám á svæði Ísafjarðarbæjar við Suðurtanga.
Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir fyrirhugaða staðsetningu gáms.
Óskað er eftir afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar vegna málsins.
Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir fyrirhugaða staðsetningu gáms.
Óskað er eftir afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar vegna málsins.
Erindi vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
7.Umsókn um stöðuleyfi - 2023110160
Lögð er fram umsókn Steypustöðvar Ísafjarðarbæjar vegna stöðuleyfis tveggja geymslugáma. Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir staðsetningu gáma. Gámarnir eru nú þegar á svæðinu svo gera má ráð fyrir því að um áframhaldandi umsókn sé að ræða.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanleg lausn er málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefnd til umfjöllunar.
8.Umsókn um stöðuleyfi - 2023110161
Lögð er fram umsókn Guðjóns Smára Flosasonar f.h gsf verktaka ehf. um stöðuleyfi fyrir gám á lóðinni Æðartangi 12.
Jafnframt er lögð fram ljósmynd er sýnir staðsetningu gáms sem nú þegar er kominn á lóðina.
Jafnframt er lögð fram ljósmynd er sýnir staðsetningu gáms sem nú þegar er kominn á lóðina.
Erindi frestað. Óskað er eftir skriflegu samþykki sameiginlegra lóðarhafa.
9.Umsókn um stöðuleyfi - 2023110162
Lögð er fram umsókn Haraldar Hákonarsonar f.h Þrastar Marzellíussonar ehf. vegna stöðleyfa fyrir þrjá gáma. Um er að ræða umsókn um áframhaldandi stöðuleyfi.
Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir staðsetningu gáma.
Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir staðsetningu gáma.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanleg lausn er málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefnd til umfjöllunar.
10.Umsókn um stöðuleyfi - 2023110164
Lögð er fram umsókn Sjávarfangs ehf. um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi fyrir utan verslun fyrirtækisins að Sindragötu 11.
Jafnframt eru lagðar fram ljósmyndir er sýna staðsetningu gáms.
Jafnframt eru lagðar fram ljósmyndir er sýna staðsetningu gáms.
Erindi frestað. Óskað er skriflegu samþykki þinglýst eiganda húsnæðisins, sem og hafnarstjóra.
11.Umsókn um stöðuleyfi - 2023110165
Lögð er fram umsókn Ragnars Ágústs Kristinssonar um stöðuleyfi fyrir geymslugám við Seljalandsveg 86. Um er að ræða áframhaldandi veitingu stöðuleyfis.
Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir staðsetningu gáms.
Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir staðsetningu gáms.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanleg lausn er erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
Umsækjanda er bent á að afla sér skriflegs samþykkis annarra þinglýstra eigenda húsnæðisins.
Umsækjanda er bent á að afla sér skriflegs samþykkis annarra þinglýstra eigenda húsnæðisins.
12.Umsókn um stöðuleyfi - 2023110167
Lögð er fram umsókn Haraldar Kristinssonar um stöðuleyfi fyrir gám að Kirkjubæ 2, Skutulsfirði.
Engin fylgigögn eru lögð fram.
Engin fylgigögn eru lögð fram.
Erindi hafnað. Umsækjanda er bent á að skila inn þeim fylgigögnum sem óskað er eftir á umsóknareyðublaði.
13.Umsókn um stöðuleyfi - 2023110166
Lögð er fram umsókn Jónu Símoníu Bjarnadóttur f.h vestfirskra villikatta um stöðuleyfi fyrir gám á svæði Ísafjarðarbæjar áhaldahús.
Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir fyrirhugaða staðsetningu gáms.
Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir fyrirhugaða staðsetningu gáms.
Erindi vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
14.Umsókn um stöðuleyfi - 2023110217
Lögð er fram umsókn Nora Seafood ehf. um stöðuleyfi vegna tveggja frystigáma á lóð fyriftækisins. Um er að ræða umsókn um áframhaldandi stöðuleyfi.
Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir er sýna staðsetningu gámanna auk greinagerða er snúa að öryggisatriðum, útliti, stærð og gerð gámanna.
Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir er sýna staðsetningu gámanna auk greinagerða er snúa að öryggisatriðum, útliti, stærð og gerð gámanna.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanleg lausn er erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar .
Fundi slitið - kl. 16:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?