Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
68. fundur 31. ágúst 2023 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ártunga 3 - Flokkur 2, - 2023080090

Lögð er fram umsókn Guðmundar Gunnars Guðnasonar f.h Teits Magnússonar, um byggingarleyfi vegna einbýlishúss.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá SG hús
Erindinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar. Þar sem húsið stendur að hluta út fyrir byggingarreit er óskað eftir áliti nefndarinnar vegna málsins.

2.Hafnarstræti 5, 400. Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi -flokkur 1 - 2023040072

Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 613 þann 18.08.2023 þar sem tekin var fyrir athugasemd er barst við grenndarkynningu framkvæmdanna. Nefndin tók ekki undir þær athugasemdir er bárust.
Framlögð gögn eru aðaluppdrættir frá KOA arkitektum ásamt áliti Minjastofnunar.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarheimild verður gefið út er skilyrði gr. 2.3.8 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sundstræti 34 - Flokkur 1, - 2023080023

Lögð er fram umsókn Jóhanns Birkis Helgasonar f.h Halldóru Þórðardóttur, um byggingarleyfi vegna viðbygginar.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Verkís ásamt skriflegu samþykki annarra þinglýstra eigenda hússins.
Erindi vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

4.Sunnuholt 5 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022100082

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 61 þann 1.desember 2022. Var takmarkað byggingarleyfi vegna vinnu við jarðvinnu og sökkla veitt.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir lagna og loftræsingar frá Verkhof, séruppdrættir raflagna frá Benedikt Ólafssyni og séruppdrættir burðarþols frá Verkhof.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Takmarkað byggingarleyfi framlengt og ná nú til verkþátta er tengjast vinnu raflagna og vatnslagna. Óskað er eftir séruppdráttum þakvirkis.

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Höfðastígur 6 - Flokkur 2, - 2023080091

Lögð er fram umsókn Einars Ólafssonar f.h Nostalgíu ehf. um byggingarheimild vegna byggingar frístundarhúss að Höfðastíg 6.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Arkiteo ásamt skráningu byggingarstjóra
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarheimild verður gefið út er skilyrði gr. 2.3.8 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

6.Hafnarstræti 2 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022120093

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 62. þann 16.desember 2022 og voru byggingaráform samþykkt.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir lagnakerfa frá Verkís.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum athugasemdum byggingarfulltrúa.

7.Æðartangi 10 - umsókn um byggingarleyfi - 2021120076

Lögð er fram breytingartillaga innra rýmis húsnæðisins. Jafnframt eru lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Eflu ásamt skráningartöflu.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

8.Ytri Hús Dýrafirði - Umsókn um byggingarleyfi v. breyttrar notkunar - 2022030085

Erindið var tekið fyrir með úttekt á húsnæði í mars 2022 og var eiganda bent á úrbætur sem þyrftu að eiga sér stað svo hægt væri að breyta notkun húsnæðisins.
Framlögð gögn eru staðfestingar á breytingum húsnæðisins svo það uppfylli kröfur byggingarreglugerðar.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?