Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
63. fundur 21. febrúar 2023 kl. 08:00 í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Kirkjuból 3 L138013 mhl. 03. Fyrirspurn um viðbyggingu - 2023010270

Sigurður Óskarsson leggur fram fyrirspurn f.h Kubbs ehf. vegna viðbyggingar við húsið að Kirkjubóli 3.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Verkís dags. 15.01.2023
Erindi vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar. Þar sem húsið er innan hættusvæðis ofanflóða óskar byggingarfulltrúi eftir afstöðu nefndarinnar vegna málsins.

2.Æðartangi 10 - umsókn um byggingarleyfi - 2021120076

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 62. þann 16.12.2022 og var því frestað.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir séruppdrættir burðarþols frá Eflu, dags. 16.12.2022
Erindi samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Takmarkað byggingarleyfi er veitt fyrir verkhlutum tengdum útveggjum og þaki. Áður hafði verið veitt leyfi til jarðvinnu og sökkulgerðar. Öll vinna tengdum öðrum verkhlutum er óheimil.
Óskað er eftir uppfærðri skráningartöflu hönnuðar.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Æðartangi 6 - Flokkur 1, - 2023010230

Lögð er fram umsókn um byggingarleyfi frá Garðari Sigurgeirssyni f.h Vestfirskra Verktaka ehf. vegna byggingar á stálgrindarhúsi undir léttan iðnað.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir ásamt gátlista hönnuðar frá Eflu dags. 18.01.2023
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

4.Holt 141007 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - 2022080018

Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 592 þann 12.09.2022 og taldi nefndin framkvæmdina þess eðlis að hún kallaði á grenndarkynningu eigenda Holts og Þórustaða. Kynntir voru aðaluppdrættir frá VBV verkfræðistofu ásamt fylgiskjölum.
Ekki bárust athugasemdir.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

5.Mánagata 6a - Umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar - 2023020090

Lögð er fram umsókn frá Sveini Lyngmo f.h Guðmundar Helga Hjaltalín vegna breyttar notkunanar húsnæðis. Óskað er eftir því að breyta iðnaðarrými á 1.hæð í íbúð.
Jafnframt eru lögð fram grunnmynd rýmis frá Eflu dags. 01.01.2021 ásamt skráningartöflu.
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

6.Fyrirspurn um breytingar á innra og ytra byrði Grænagarðs - 2023020096

Garðar Sigurgeirsson leggur fram fyrirspurn f.h Vestfirskra Verktaka vegna breyttrar notkunar á Grænagarði. Óskað er eftir því fá að setja 8 nýjar innkeyrsluhurðir á hús ásamt því að hólfa neðri hæð niður á þann hátt að útbúin séu 8 sjálfstæð geymslubil. Eins er óskað eftir því að fá að setja stalstiga niður frá svölum hússins.
Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir í vinnslu frá Eflu dags. 27.12.2022
Erindi hafnað. Óskað er eftir því að umsókn berist frá þinglýstum eiganda mannvirkis.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?