Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
62. fundur 16. desember 2022 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sindragata 15, Ísafirði. Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar - 2021100058

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 50 þann 16.desember 2021. Var því vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar. Var erindið tekið fyrir á fundi sömu nefndar nr. 574 þann 19.01.2022. Var því frestað.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Eflu dags. 13.12.2022
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa

2.Umsókn um byggingarheimild - Hafraholt 2 - 2022120025

Skúli Berg leggur fram umsókn um byggingarheimild vegna endurbóta á húsnæðinu er snúa að stækkun anddyris ásamt því að koma fyrir glugga á vestuhlið hússins.
Jafnframt er lagður fram uppdráttur er sýnir breytingar frá Kaa arkitektum dags. 25.05.2022
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarheimild verður gefið út er skilyrði gr. 2.3.8 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

3.Hlíðarvegur 30, Ísafirði. Umsókn um byggingu tveggja smáhýsa - 2022110104

Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 598 þann 8.12.2022. Ekki var lagst gegn byggingu smáhýsa á lóðinni en bent á að þau skyldu uppfylla kröfur byggingarreglugerðar 112/2012 og skipulagslaga 123/2010. Óskað var eftir frekari gögnum frá umsækjanda svo skipulags- og mannvirkjanefnd geti tekið afstöðu til erindisins.
Var byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.


Erindi frestað. Óskað er frekari gagna með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

4.Grundarstígur 16 - Umsókn um leyfi fyrir nýjum olíutank - 2022120088

Elena Dís Viðarsdóttir leggur fram umsókn f.h Orkubús Vestfjarða er snýr að því að koma fyrir nýjum olíutank á lóð.
Jafnframt eru lagðir fram uppdráttur frá Orkubúi Vestjarða er sýna sýna staðsetningu olíutanks dags. 07.10.2022
Erindið er samþykkt.

5.Hafnarstræti 2 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022120093

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir leggur fram umsókn um byggingarleyfi f.h Raben ehf. vegna breyttrar notkunar húsnæðisins. Sótt er um að breyta rými á 2 hæð sem áður var sameinað verslun á 1. hæð aftur í íbúð. Jafnframt er sótt um minni háttar útlitsbreytingar á bakhlið hússins
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um uppfærða aðaluppdrætti m.v í athugasemdir byggingarfulltrúa. Umsóknin samræmist að öðru leiti lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Óskað er eftir eftir skráningartöflu.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

6.Æðartangi 10 - Umsókn um byggingarleyfi - 2021120076

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 60. þann 10.nóvember 2022 og var takmarkað byggingarleyfi veitt fyrir verkhlutum tengdum jarðvinnu og sökklum.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir burðarþols útveggja og þaks frá Eflu dags. 24.06.2022
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

7.Seljalandsvegur 86 - Umsókn um stöðuleyfi - 2022120076

Ragnar Ágúst Kristinsson leggur fram umsókn um stöðuleyfi fyrir gám. Um er að ræða endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi.
Jafnframt er lögð fram loftmynd af staðsetningu gáms.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og í ljósi þess að um endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi er að ræða, er erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

8.Flateyrar oddi - Umsókn um stöðuleyfi - 2022060095

Lögð fram umsókn frá Páli Sigurði Önundarsyni um stöðuleyfi vegna gáms við Flateyrarodda, dags. 8. júní 2022.
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 598 þann 8.12.2022 og lagt til að stöðuleyfi skyldi veitt til 12. mánaða. Jafnframt bendir nefndin á að stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði. Umsóknaraðila er ráðlagt að leita sér varanlegra lausna og að ekki megi búast við framlengingu stöðuleyfis að ári.
Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12 mánaða.

9.Hafnarstræti 27a, Flateyri Umsókn um stöðuleyfi báts - 2022060163

Lögð fram umsókn frá Andrési Ingasyni, eiganda íbúðarhússins við Hafnarstræti 27a á Flateyri dags. 27. maí 2022 þar sem sótt er um að geyma bátinn Auðbjörgu við húsið.
Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 6. mánaða

10.Umsókn um stöðuleyfi - 2022100087

Lögð er fram umsókn Sindra Grétarssonar f.h Iceland ProFishing ehf, um stöðuleyfi fyrir gáma vegna starfsemi fyrirtækisins. Annars vegar er sótt um stöðuleyfi fyrir gám á Flateyri og hins vegar á Suðureyri, dags. 18. október 2022.
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 598 þann 8.12.2022 og lagt til að stöðuleyfi skyldi veitt til 12. mánaða. Jafnframt bendir nefndin á að stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði. Umsóknaraðila er ráðlagt að leita sér varanlegra lausna og að ekki megi búast við framlengingu stöðuleyfis að ári.
Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12 mánaða.

11.Stöðuleyfi og lausafjármunir - 2022 - 2022080027

Lögð fram umsókn Hermanns Hermannssonar, f.h Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 16. september 2022, um stöðuleyfi vegna gáms á Suðurtanga.
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 598 þann 8.12.2022 og lagt til að stöðuleyfi skyldi veitt til 12. mánaða. Jafnframt bendir nefndin á að stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði. Umsóknaraðila er ráðlagt að leita sér varanlegra lausna og að ekki megi búast við framlengingu stöðuleyfis að ári.
Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12 mánaða.

12.Stöðuleyfi og lausafjármunir - 2022 - 2022080027

Lögð fram umsókn Hermanns Hermannssonar, f.h Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 16. september 2022, um stöðuleyfi vegna þriggja gáma við slökkvistöð.
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 598 þann 8.12.2022 og lagt til að stöðuleyfi skyldi veitt til 12. mánaða. Jafnframt bendir nefndin á að stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði. Umsóknaraðila er ráðlagt að leita sér varanlegra lausna og að ekki megi búast við framlengingu stöðuleyfis að ári.
Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12 mánaða.

13.Stöðuleyfi og lausafjármunir - 2022 - 2022080027

Lögð fram umsókn Axels Rodriguez Överby, f.h eignasjóðs Ísafjarðarbæjar, um stöðuleyfi WC gáms við Torfnesvöll, dags. 14. september 2022.
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 598 þann 8.12.2022 og lagt til að stöðuleyfi skyldi veitt til 12. mánaða. Jafnframt bendir nefndin á að stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði. Umsóknaraðila er ráðlagt að leita sér varanlegra lausna og að ekki megi búast við framlengingu stöðuleyfis að ári.
Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12 mánaða.

14.Stöðuleyfi og lausafjármunir - 2022 - 2022080027

Lögð fram umsókn Kristjáns Andra Guðjónssonar forstöðumanns þjónustumiðstöðvar dags. 11. nóvember 2022, um stöðuleyfi vegna gáms undir fánastangir.
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 598 þann 8.12.2022 og lagt til að stöðuleyfi skyldi veitt til 12. mánaða. Jafnframt bendir nefndin á að stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði. Umsóknaraðila er ráðlagt að leita sér varanlegra lausna og að ekki megi búast við framlengingu stöðuleyfis að ári.
Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12 mánaða.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?