Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
58. fundur 22. september 2022 kl. 01:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Vallargata 31 á Þingeyri. Umsókn um byggingarleyfi bílskúrs og sólskála - 2022030163

Málið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 17.05.2022 og voru byggingaráform samþykkt.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðar fram sérteikningar arkitekts frá M11 arkitektum dags. 25.08.2022
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Byggingarheimild er veitt með fyrirvara um að athugasemdir byggingarfulltrúa verði uppfylltar. Séruppdráttum skal skila til leyfisveitanda til varðveislu áður en lokaúttekt fer fram.

2.Höfðastígur 5 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022080077

Erindið var tekið fyrir á 57. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 30.08.2022 og var því hafnað.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Arkiteo dags. 19.09.2022
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdrættir verði uppfærðir með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa. Að öðru leiti samræmist umsóknin lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarheimild verður veitt er skilyrði gr. 2.3.8 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

3.Höfðastígur 4 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022080076

Erindið var tekið fyrir á 57. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 30.08.2022 og var því hafnað.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Arkiteo dags. 19.09.2022
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdrættir verði uppfærðir með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa. Að öðru leiti samræmist umsóknin lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarheimild verður veitt er skilyrði gr. 2.3.8 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

4.Ketilseyri_Umsókn um byggingarleyfi - 2022080036

Þór Líni Sævarsson leggur fram umsókn um byggingarleyfi vegna frístundahúss á lóð í landi Ketilseyrar.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Larsen Hönnun og Ráðgjöf dags: 23.05.2022 ásamt skráningartöflu og gátlista aðaluppdrátta,
Séruppdrætti burðarþols frá Larsen Hönnun og Ráðgjöf dags. 02.06.2022
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.
Séruppdráttum skal skilað til leyfisveitanda til varðveislu áður en lokaúttekt fer fram.

5.Hafnarstræti 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - 2022090021

Hugrún Þorsteinsdóttir leggur fram umsókn um byggingarheimild f.h Bergshús ehf. vegna breytinga á húsnæðinu sem felast í því að setja upp svalir út frá norðurhlið hússins.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum dags. 06.09.2022,
Samþykki Minjastofnunar fyrir framkvæmdunum dags. 08.09.2022,
Samþykki eigenda Hafnarstrætis fyrir framkvæmdunum.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.

6.Fjarðargata 72 - Umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar - 2022090046

Matthías Óttósson leggur fram umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar húsnæðis. Sótt er um leyfi til skráningar húss sem íbúðarhús.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Ragnari Auðunni Birgissyni arkitekt ásamt ljósmyndum af húsi.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.

7.Veðrará-Ytri lóð 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - 2022060165

Málið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 56. þann 14.07.2022 og voru byggingaráform samþykkt
Til viðbótar við áður framlögð gögn er nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Eflu dags. 12.09.2022,
séruppdrættir burðarþols frá Eflu dags. 08.06.2022,
séruppdrættir fráveitu-, loftræsi- og neysluvatnskerfis frá Eflu dags. 03.06.2022,
séruppdrættir raflagnakerfis frá Eflu dags. 12.09.2022.
Staðfestingu hönnunarstjóra um innra eftirlit við hönnunarstörf dags. 13.09.2022
Samþykkt. Byggingarleyfi er veitt með fyrirvara um að athugasemdir byggingarfulltrúa verði uppfylltar. Að öðru leiti samræmist umsóknin lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.
Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum hönnuða.

8.Veðrará - Ytri lóð 1 - Umsókn um framkvæmdarleyfi - 2022090108

Sverrir Ingi Sverrisson leggur fram umsókn um framkvæmdarleyfi f.h Landsnet hf. vegna undirbúningsvinnu fyrir nýtt tengivirki sem kemur í stað þess gamla í Breiðadal.
Jafnframt eru lagðir fram séruppdrættir tengdir jarðvinnu og undirstöðum frá Eflu dags. 02.06.2022 ásamt greinagerð.
Samþykki meðeiganda lóðar fyrir framkvæmdum.
Samþykkt. Umsóknin samræmist skipulagslögum nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdarleyfi nr. 772/2012.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?