Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
49. fundur 23. september 2021 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Suðurtangi 14, Ísafirði. Umsókn um byggingarleyfi - 2021060079

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 48 var málið tekið fyrir og því frestað með vísan í athugasemdir.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru fylgigögn:
Séruppdrættir burðarþols (Undirstöður) frá Mannvit,dags: 07.09.2021,
Séruppdrættir fráveitulagna frá Mannvit, dags: 24.08.2021
Séruppdráttur rafkerfis frá Mannvit, dags: 10.03.2021
Glugga og hurðayfirlit frá Mannvit, dags: 17.08.2021
Beiðni um skráningu byggingarstjóra og iðnmeistara ásamt staðfestingu á leyfi og ábyrgð byggingarstjóra.

Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

2.Dagverðardalur 17, ný umsókn um byggingarleyfi - 2021030120

Á 43. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa voru byggingaráform samþykkt. Óskað var eftir frekari gögnum áður en byggingarleyfi skuli veitt.
Fylgigögn við áður framlögð gögn eru:
Séruppdrættir raflagna frá Elhönnun sf. dags: 25.07.2021
Séruppdrættir hita- og frárennslislagna frá Elhönnun sf. dags: 11.08.2021
Séruppdrættir burðarþols frá Elhönnun sf. dags 14.07.2021
Skráningartafla frá Halldóri Þórólfssyni dags: 09.09.2021
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2021 og byggingarreglugerð 112/2012
Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum hönnuða.

3.Tungubraut 10-16_Umsókn um byggingarleyfi - 2021010116

Á 48. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var málið tekið fyrir og byggingaráform samþykkt. Óskað var eftir frekari gögnum fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Fylgigögn til viðbótar við áður framlögð gögn
Séruppdættir burðarþols frá Hrafnshóll dags: 21.09.2021
Séruppdrættir lagna frá Hrafnshóll dags: 22.09.2021
Séruppdrættir raflagna frá Voltorka dags: 27.09.2021
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.

4.Suðurtangi, Ísafirði. Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir - 2021080068

Arnar Arnfinnsson hjá Borgarverki sækir um stöðuleyfi til 12 mánaða við Suðurtanga á Ísafirði. Þetta er hugsað undir 14 (20 feta) gáma sem verða notaðir sem vinnubúðir fyrirtækisins vegna framkvæmda við Sundahöfn. Fylgiskjöl er loftmynd og undirrituð umsókn frá 25. Ágúst 2021. Á 566. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram með útgáfu leyfis.
Stöðuleyfi samþykkt til 12 mánaða. Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og óskar byggingarfulltrúi eftir því að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna. Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári.

5.Hjarðardalur ytri 1 og 2, Önundarfirði. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna niðurrifs - 2021080016

Sigríður Brynleifsdóttir og Steinþór Kristjánsson hjá Legg og skel ehf. landeigendur Hjarðardals ytri 1 og 2 í Önundarfirði, sækja um heimild til niðurrifs á gömlu íbúðarhúsi á jörðinni. Fylgiskjöl er umókn dags. 15. mars 2021 ásamt starfsleyfi heilbrigðisteftirlits Vestfjarða sem gildir til 1. október 2021. Á 566. fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar var byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010

6.Seljalandsvegur 40_Umsókn um byggingarleyfi - 2021050024

Á 561. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var málið tekið fyrir og samþykkt var að heimila grenndarkynningu fyrir framkvæmdunum.
Ekki bárust athugasemdir við framkvæmd.
Fylgigögn við áður framlögð gögn eru:
Aðaluppdrættir frá Verkís dags: 27.06.2021,
Séruppdrættir burðarþols frá Verkís dags: 11.08.2021
Séruppdrættir hitalagna frá Verkís dags: 12.08.2021
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

7.Brekkugata 5-Þingeyri_Umsókn um byggingarleyfi - 2021090096

Gunnlaugur Björn Jónsson sækir um byggingarleyfi fyrir hön Trésmiður ehf. vegna breytinga á húsnæði að innan sem utan.
Fylgigögn eru umsókn um byggingarleyfi dags: 15.09.2021
Umsögn Minjastofnunar vegna framkvæmdar dags: 14.09.2021
Aðaluppdrættir frá Gingi teiknistofu dags: 03.09.2021
Skráningartafla frá Rögnu Þóru Ragnarsdóttur dags: 03.09.2021
Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar til grenndarkynningar

8.Tungudalur_Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám - 2021090098

Hermann Siegle Hreinsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám við skíðaskálan í Tungudal. Gámurinn er fyrirhugaður til geymslu búnaðar skíðasvæðis Ísafjarðar vegna plássleysis.
Meðfylgjandi er umsókn um stöðuleyfi dags: 23.09.2021
Loftmynd af staðsetningu gáms
Málinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar

9.Seljalandsdalur_Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám - 2021090097

Hermann Siegle Hreinsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám við skíðaskálan í Seljalandsdal. Gámurinn er fyrirhugaður til geymslu búnaðar skíðasvæðis Ísafjarðar vegna plássleysis.
Meðfylgjandi er umsókn um stöðuleyfi dags: 23.09.2021
Loftmynd af staðsetningu gáms
Málinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar

10.Miðtún 31-37-Umsókn um byggingarleyfi - 2021050032

Á 561. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar heimilaði nefndin byggingu bílskúra á lóð Seljalandsvegar 79.
Fyrir liggur aðaluppdráttur af bílskúrum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 09.2021
Eigendur óska eftir afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar til þess að bygging nái út fyrir lóðarmörk sbr aðaluppdrátt.
Málinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

11.Hafnarstræti 21_Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2021090102

Viðar Magnússon óskar eftir lóðinni Hafnarstræti 21. Þingeyri undir atvinnuhúsnæði. Jafnframt er óskað eftir því að lóðinni Sjávargötu 12 sé skilað inn til Ísafjarðarbæjar.
Málinu er vísað til Skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

12.Freyjugata_Umsókn um byggingarleyfi - 2021090110

Þórður E. Sigurvinsson sækir um byggingarleyfi f.h Flugalda ehf. vegna breytinga á húsnæði við Freyjugötu 4, Suðureyri. Sótt er um leyfi til að bæta við þremur nýjum gluggum, gönguhurð og svölum á húsnæðið.
Fylgigögn eru umsókn um byggingarleyfi dags: 07.06.2021
Aðaluppdrættir frá Smíðaboginn ehf. dags: 06.2021
Séruppdrættir frá Smíðaboginn ehf. dags: 06.2021
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa

13.Umsókn um byggingarleyfi - Djúpvegur C (Brautarholt - félagsheimili ) - 2017110051

Á 24. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var málið tekið fyrir og byggingaráform samþykkt.
Hlín Hermannsdóttir sækir nú um endurupptöku á umsókn um byggingarleyfi breytinga innra skipulags sem og vegna breyttrar skráningar mannvirkis. Sótt er um að breyta atvinnuhúsi i íbúðarhús.
Fylgigögn eru byggingarleyfisumsókn og aðaluppdrættir frá PKdm arkitektum dags: 17.11.2017
Samþykkt, umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?