Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Aðalstræti 7-Umsókn um stöðuleyfi fyrir matarbíl - 2021050034
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við útgáfu stöðuleyfis fyrir matarbíl við Edinborgarhús. Nefndin vill benda á að verði bíllinn færður þá er nauðsynlegt að fá leyfi viðkomandi lóðarrétthafa.
Stöðuleyfi samþykkt til 12 mánaða. Bent er á, að ef færa skal bílinn og starfsemi hans er nauðsynlegt að fyrir liggi leyfi viðkomandi lóðarrétthafa.
2.Tankurinn - Útilistaverk á Þingeyri - 2019040026
Á afgreiðlslufundi byggingarfulltrúa nr. 46 var málinu frestað og óskað eftir frekari gögnum.
Nú er málið tekið fyrir á nýju og eru fylgigögn við áður framlögð gögn, uppfærðir aðaluppdrættir frá PK arkitektum dags:06.06.2021
Nú er málið tekið fyrir á nýju og eru fylgigögn við áður framlögð gögn, uppfærðir aðaluppdrættir frá PK arkitektum dags:06.06.2021
Byggingaráform eru samþykkt, óskað er eftir undirrituðum uppdráttum hönnuðar.
3.Sundstræti 30 - Umsókn um byggingarleyfi á svalalokun - 2021060061
Þröstur Marzellíusson sækir um leyfi til að koma fyrir svalalokun.
Fylgiskjöl eru umsókn um byggingarleyfi dags: 09.06.2021
Samþykki þinglýstra eiganda fyrir framkvæmd ódagsett.
Útlitsteikning af framkvæmd ódagsett
Fylgiskjöl eru umsókn um byggingarleyfi dags: 09.06.2021
Samþykki þinglýstra eiganda fyrir framkvæmd ódagsett.
Útlitsteikning af framkvæmd ódagsett
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 of byggingarreglugerð 112/2012
Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum framleiðanda.
Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum framleiðanda.
4.Fagraholt 1-Umsókn um byggingarleyfi - 2021060031
Guðmundur Óli Tryggvason sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu. Samhliða framkvæmd þarf að lækka gólf í bílskúr og steypa nýja plötu. Eins þyrfti skera úr bílskúrsvegg og nýjum eldvarnarvegg komið upp á milli nýs anddyris og bílskúrs.
Fylgiskjöl eru umsókn um byggingarleyfi dags: 04.06.2021
Aðaluppdrættir Kaa dags: 04.05.2021
Fylgiskjöl eru umsókn um byggingarleyfi dags: 04.06.2021
Aðaluppdrættir Kaa dags: 04.05.2021
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Erindi er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1 skipulagsreglugerðar 90/2013. Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu nefndarinnar vegna málsins.
5.Stórholt 9 - Umsókn um byggingarleyfi vegna svalalokunnar - 2021060062
Egill Hrafn Benediktsson sækir um leyfi til að setja upp svalalokun við íbúð sína.
Fylgiskjöl eru umsókn um byggingarleyfi dags 29.05.2021
Samþykki þinglýstra eigenda annarra íbúa fyrir framkvæmdunum ódagsett
Uppdráttur frá Vinterhage Spesialisten AS ódagsett
Fylgiskjöl eru umsókn um byggingarleyfi dags 29.05.2021
Samþykki þinglýstra eigenda annarra íbúa fyrir framkvæmdunum ódagsett
Uppdráttur frá Vinterhage Spesialisten AS ódagsett
Samþykkt, umsóknin samræmist byggingarreglugerð 112/2012.
6.Sindragata 10 - umsókn um byggingarleyfi - 2021060030
Örn Ingólfsson sækir um leyfi f.h Pols Engineering ehf. til útlitsbreytinga. Framkvæmdin felst í að setja glugga á vesturgafl hússins.
Meðfylgjandi gögn eru umsókn um byggingarleyfi dags: 03.06.2021.
Aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 02.06.2021
Meðfylgjandi gögn eru umsókn um byggingarleyfi dags: 03.06.2021.
Aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 02.06.2021
Samþykkt, umsóknin samræmist byggingarreglugerð 112/2012
Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum hönnuðar.
Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum hönnuðar.
Fundi slitið - kl. 17:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?