Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
46. fundur 27. maí 2021 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Tankurinn - Útilistaverk á Þingeyri - 2019040026

Pálmar Kristmundsson f.h Tanksins, menningarfélags sækir um byggingarleyfi fyrir 'Tankurinn' samkomuskýli sem er endurgerð úr gömlum olíutanki.
Fylgiskjöl eru umsókn um byggingarleyfi dags: 10.05.2021
Aðaluppdrættir frá PK arkitektum ásamt gátlista dags: 14.04.2021
Burðarvirkisuppdrættir frá Verkís dags: 08.07.2020
Raflagnauppdrættir frá Fruma ehf: dags: 08.01.2021
Greinagerð hönnuðar dags: 09.04.2021
Erindi frestað með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa

2.Sindragata 1, 400. Umsókn um stöðuleyfi gáma fyrir fatasöfnun RKÍ - 2021040081

Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 560 var málið tekið fyrir. Nefndi gerir ekki athugasemd við að veitt verði stöðuleyfi í samræmi við umsókn. Þó vill nefndin benda á að stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanleg lausn og er umsækjandi hvattur til þess að leita varanlegra lausna.
Stöðuleyfi samþykkt til 12. mánaða. Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og óskar byggingarfulltrúi eftir því að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna.
Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári.

3.Tungubraut 10-16_Umsókn um byggingarleyfi - 2021010116

Á 39. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var málinu frestað v. athugasemda byggingarfulltrúa. Sótt er um leyfi til að byggja 4.íbúða raðhús sem reyst skal úr aðfluttum timbureiningum.
Nú er málið tekið fyrir á ný og eru fylgigögn til viðbótar við áður framlögð gögn: Aðaluppdrættir ásamt verkteikningum og gátlista frá Studio F - arkitektum dags: 23.06.2020,
Gátlisti aðaluppdrátta, ódagsettur.
Yfirlýsing hönnuðar um innra eftirlit, ódagsett.
Erindi frestað, með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa.

4.Látrar í Aðalvík - ósk um niðurrif - 2014090019

Með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 66/2019 var felld úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar um að hafna kröfu Miðvíkur ehf. um að fimm smáhýsi í fjörukambinum á Látrum yrðu fjarlægð, en sú ákvörðun hafði verið kynnt Miðvík ehf. þann 28. maí 2019. Í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar var krafa Miðvíkur ehf. tekin til meðferðar á ný.
Kröfu Miðvíkur ehf. um að fimm smáhýsi sem staðsett eru í fjörukambinum á Látrum verði fjarlægð er hafnað.
Sú niðurstaða grundvallast á heildstæðu mati á atvikum og aðstæðum og þeim hagsmunum sem vegast á í málinu. Er meðal annars horft til þess að aðrir eigendur að Látrum hafa ekki gert athugasemdir við umrædd smáhýsi og að nokkuð er liðið frá því að þeim var komið fyrir í fjörukambinum. Auk þess verður ekki séð að umræddum smáhýsum fylgi veruleg grenndaráhrif, útsýnisskerðing, skuggavarp eða annað slíkt, og hefur sjónarmiðum í þá veru ekki verið borið við af hálfu Miðvíkur ehf. Sérstaklega er horft til íþyngjandi eðlis þeirra úrræða sem farið er fram á að verði beitt af hálfu Miðvíkur ehf. Ákvörðun um beitingu slíkra úrræða er háð mati byggingarfulltrúa hverju sinni og verður ekki tekin nema á grundvelli sterkra raka, sem Miðvík ehf. telst ekki hafa fært fram.
Með ákvörðun byggingarfulltrúa er ekki litið framhjá því að svo virðist sem tilskilinna leyfa hafi ekki verið aflað fyrir byggingu umræddra smáhýsa. Til að tryggja til framtíðar að slík mannvirkjagerð eigi sér ekki stað á svæðinu verða þær reglur sem gilda um mannvirkjagerð og aðrar framkvæmdir á svæðinu kynntar sérstaklega fyrir hlutaðeigandi.

5.Mánagata 2-Umsókn um byggingarleyfi - 2021060012

Gunnar S. Sæmundsson sækir um byggingarleyfi vegna breytinga á þaki. Framkvæmdin snýst um að lyfta þaki um sperrubil og skipta út því efni sem fyrir er í þaki.
Fylgigögn eru burðarþolsuppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 25.05.2021
Byggingarleyfisumsókn dags: 26.05.2021
Beiðni um skráningu byggingarstjóra ásamt staðfestingu á leyfi og ábyrgð dags: 26.05.2021
Tilkynning um skráningu iðnmeistara og staðfesting ábyrgða.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012
Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum hönnuðar.

6.Aðalgata 25 - Umsókn um byggingarleyfi - 2021060016

Aldís Jóna Haraldsdóttir sækir um byggingarleyfi vegna útlitsbreytinga og pallagerðar. Umsóknin snýr að því að bæta við gluggum og hurð í kjallara ásamt því að fjarlægja eldri inngang í kjallara.
Fylgiskjöl eru byggingarleyfisumsókn, ódagsett
Uppdrættir ásamt gátlist frá Rúm teiknistofa dags: 05.05.2021.
Umsögn Minjastofnunar dags: 14.05.2021
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerðar 112/2012.
Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum hönnuðar.

7.Hrauntunga 1-3_Umsókn um byggingarleyfi - 2021050037

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 45 var málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Á fundi þeirrar nefndar nr. 551 var málið tekið fyrir og farið yfir ósk umsækjanda um að byggt sé að hluta utan byggingarreits. Nefndin samþykkti erindið þar sem það samræmist lið v.2 í skilmálum deiliskipulags.
Fylgigögn við áður framlögð gögn eru uppfærðir aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða, dags: 12.05.2021
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
Óskað er eftir undirrituðum aðaluppdráttum hönnuðar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?