Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
41. fundur 01. mars 2021 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Dagverðardalur 2 fyrirspurn um stækkun. - 2016050066

Hugrún Þorsteinsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Öx ehf. vegna viðbyggingar og endurbóta á frístundahúsi.Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 37 var erindi frestað og óskað eftir frekari gögnum.
Fylgigögn til viðbótar við áður framlögð gögn eru uppfærðir aðaluppdrættir frá 11 mávar teiknistofu dags: 16.02.2021
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
Óskað er eftir undirrituðum aðaluppdráttum.

2.Sætún 10-12, umsókn um byggingarleyfi ( Ný umsókn ) - 2021020136

Sturla Sighvatsson sækir um byggingarleyfi f.h Aloe ehf vegna breytinga á Sætúni 10-12 Suðureyri. Sótt er um leyfi til fjölgunar eignarhluta úr 8 í 12 ásamt breytingum á útliti húss, þ.e með klæðningu húss að utan sem og að utanáliggjandi stigar skulu settir við gafla hús vegna aðgengis að nýjum innggöngum í íbúðir á annarri hæð.
Fylgigögn eru aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 20.01.2017,
Byggingarleyfisumsókn dags: 15.02.2021
Skráningartafla dags: 01.11.2020
Erindi frestað með vísan í athugasemdir. Óskað er eftir frekari gögnum með vísan í skoðunarskýrslu.

3.Hafnarbakki 8, Umsókn um byggingarleyfi - 2020120042

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 38. var málið tekið fyrir. Byggingaráform voru samþykkt og óskað eftir frekari gögnum er snúa að gr. 2.4.4 byggingarreglugerðar 112/2012
Fylgigögn til viðbótar þeim er áður höfðu verið lögð fram eru: Beiðni um skráningu á byggingarstjóra,
Beiðni um skráningu á iðnmeistara,
Staðfesting á leyfi og ábyrgð byggingarstjóra dags:
Samþykkt. Framkvæmdin samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa

4.Umsókn um byggingarleyfi - Mávagarður A - 2020030080

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 40 var málið tekið fyrir og byggingaráform samþykkt. Kallað var eftir gögnum er lúta að skilyrðum gr. 2.4.4 byggingarreglugerðar 112/2012.
Fylgigögn til viðbótar við áður framlögð gögn eru: Burðarvirkisuppdráttur frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 03.07.2020.
Lagnauppdráttur frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 03.07.2020
Raflagnauppdráttur frá Plastorka ehf. dags: 26.02.2021
Beiðni um skráningu á byggingarstjóra, Tilkynning um skráningu iðnmeistara og staðfesting ábyrgða og staðfesting á leyfi og ábyrgð byggingarstjóra dags: 24.02.2021
Erindi frestað, óskað er eftir frekari gögnum með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa og skoðunarskýrslur

5.Skólagata 8, umsókn um byggingarleyfi - 2020090038

Málið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 35 þar sem málinu var vísað til skipulags-og mannvirkjanefndar. Á fundi 548. þeirrar nefndar var málið tekið fyrir og var bæjarstjórn lagt til að heimila sameiningu lóða og málsmeðferð skv. 3. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010. Eins kom fram að nefndin telji að um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Fylgigögn ásamt áður framlögðum gögnum eru aðaluppdrættir frá Arkiteo af Skólagötu 8, Skólagötu 10 og Stefnisgötu 5 dags: 11.02.2021
Erindi er vísað til skipulag- og mannvirkjanefndar til umsagnar um hvort hæð húsa sé í samræmi við deiliskipulag svæðisins, og þá hvort þörf sé á grenndarkynningu.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?