Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir sólskála að Aðalstræti 9 - 2019060040
Valur Richter leggur fram fyrirspurn um hvort heimilt sé að byggja sólskála við Aðalstræti 9, Ísafirði. Fylgigögn eru undirrituð fyrirspurn dags. 13.06.2019 ásamt ljósmynd.
Aðalstræti er byggt árið 1919 og telst húsið því friðað. Öll hús og mannvirki sem eru 100 ára og eldri eru friðuð, Óheimilt er að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands. Jafnframt er ekki skilgreindur byggingareitur í deiliskipulagi fyrir framkvæmdina. Með hliðsjón af deiliskipulagi þarf að óska eftir því við bæjaryfivöld að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi og- eða heimildar til grenndarkynningar.
2.Fyrirspurn um byggingarleyfi, fjarlægja pall við útitröppur - 2019060039
Sigurður Jón Hreinsson leggur fram fyrirspurn dags. 11.06.2019 um hvort heimilt sé að fjarlægja aukapall við inngangströppur. Fylgigögn eru formleg fyrirspurn dags. 11.06.2019 ásamt skýringarmyndum.
Með vísan í gr. 2.3.4 og C. lið í gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð 112/2012 telst framkvæmdin óveruleg o.þ.m. ekki háð skilyrðum byggingarleyfis. Breytingin skerðir ekki hagsmuni nágranna hvað varðar skuggavarp, útsýni eða innsýn eða hefur áhrif á götumynd.
Áhersla er lögð á frágang í samræmi við ákvæði reglugerðar sbr. gr. 6.5.4 þ.e. handrið við tröppur og að förgun niðurrifsúrgangs verði komið á viðeigandi flokkunarstöð.
Áhersla er lögð á frágang í samræmi við ákvæði reglugerðar sbr. gr. 6.5.4 þ.e. handrið við tröppur og að förgun niðurrifsúrgangs verði komið á viðeigandi flokkunarstöð.
3.Sundstræti 25a (Messíönuhús) - Umsókn um byggingaleyfi - 2019030069
Halla Ólafsdóttir og Védís Sigrúnar Ólafsdóttir sækja um byggingaleyfi vegna breytinga á húsnæði við Sundstræti 25A. Sótt er um að fjarlægja bíslag þ.e. núverandi forstofa sem snýr að Sundstræti og byggja nýja viðbyggingu í stað þeirrar gömlu. Um er að ræða timburbyggingu á staðsteyptum sökkli og útveggir úr timbri. Jafnframt er sótt um heimild til þess að lækka við viðbyggingu. Fylgigögn eru umsókn undirrituð dags. 20.06.2019 ásamt uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 20.06.2019 og umsögn Minjastofnunar dags. 16.04.2019
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 m/sbr. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði gr. 2.4.4 sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
4.Umsókn um byggingarleyfi, Túngata 12. Endurinnrétting - 2019050005
Kjartan Árnason sækir um byggingarleyfi f.h. Smára Karlssonar vegna breytinga á innra fyrirkomulagi Túngötu 12, Sótt er um að sameina fastanúmer 2120754 og 2120755 þ.e. sameining fyrstu hæðar og íbúðar í kjallara. Í breytingum er gert ráð fyrir að opna á milli hæða, steypa stiga og burðarveggi undir gólfplötu fyrstu hæðar við nýtt stigaop. Jafnframt er sótt um að loka núverandi hurðaropi kjallaraíbúðar og setja nýja svalahurð út frá Suðurhlið. Einnig er sótt um heimild til breytinga á gluggum þ.e. að setja í þá brunaop. Fylgigögn eru uppdrættir frá Kjartani Árnasyni arkitket og undirritað samþykki íbúa annarar hæðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/ og byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
5.Smiðjugata 5 - Fyrirspurn um byggingarleyfi - 2019060034
Hlynur Kristinsson leggur fram fyrirspurn vegna viðhalds á Smiðjugötu 5, Ísafirði. Í fyrirspurn er spurt um eftirfarandi.
1. Hvort heimilt sé að skipta um 6 glugga í kjallara (sökkli) og múra í kringum þá.
2. Skipta um járn einangra og skipta um 18 glugga og lagfæra timburverk. Jafnframt að blinda eða loka hurð á bíslagi og brjóta niður tröppur.
3. Drena og lagfæra sökkul
4. Bæta við inngangi
1. Hvort heimilt sé að skipta um 6 glugga í kjallara (sökkli) og múra í kringum þá.
2. Skipta um járn einangra og skipta um 18 glugga og lagfæra timburverk. Jafnframt að blinda eða loka hurð á bíslagi og brjóta niður tröppur.
3. Drena og lagfæra sökkul
4. Bæta við inngangi
Með vísan í gr. 2.3.5 C. lið þ.e. allt viðhald bygginga að utan s.s. endurnýjun þakklæðningar, þakkanta, veggklæðninga og glugga þegar notað er eins og sambærilegt efni og frágangur þannig að útlit byggingar sé ekki breytt eða breyting óveruleg.
Framkvæmdir í lið tvö teljast sem byggingarleyfisskyldar framkvæmdir m.t.t. útlitsbreytinga þ.e. að blinda hurð á bíslagi, brjóta niður tröppur við bíslag. Einangrun hússins er þygging á útveggjum og telst til útlitsbreytinga þar sem þarf að gera grein fyrir hvernig loftun burðavirkis verði háttað.
Framkvæmdir í lið tvö teljast sem byggingarleyfisskyldar framkvæmdir m.t.t. útlitsbreytinga þ.e. að blinda hurð á bíslagi, brjóta niður tröppur við bíslag. Einangrun hússins er þygging á útveggjum og telst til útlitsbreytinga þar sem þarf að gera grein fyrir hvernig loftun burðavirkis verði háttað.
6.Seljalandsvegur 44 - Umsókn um byggingarleyfi - 2019070002
Guðrún Hermannsdóttir og Aðalsteinn Óskarsson þinglýstir eigendur fasteignar að Seljalandsvegi 44, sækja um byggingarleyfi vegna breytinga á innra fyrirkomulagi og endurnýjunar lagnakerfis. Sótt er um heimild til þess að endurnýja rafmagn, frárennsli og hitakerfi hússins. Ásamt tilfærslu á salernum 1. og 2. hæðar og opna á milli hæða. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags.16.05.2018 og séruppdrættir dagsettir í desember 2018
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/ og byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
7.Umsókn um byggingarleyfi - Dagverðardalur 5 - 2018040031
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir sækir um byggingarleyfi vegna endurbyggingar á sumarhúsi á lóð Dagverðardals 5, lnr. 138969. Byggingaráform voru grenndarkynnt sbr. bókun skipulags- og mannvirkjanefndar á fundi 497, fyrir hagsmunaaðilum að Dagverðardal 2, 3 og 4 ekki voru gerðar athugasemdir við uppdrátt dags. 24.03.2017
Fallið var frá fyrri áformum og nýr uppdráttur lagður fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd á fundi nefndar nr. 522, nefndin taldi breytingar þess eðlis að grenndarkynna þyrfti áformin að nýju.
Framkvæmdaraðili hefur nýtt sér ákvæði í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þ.e. stytting grenndarkynningartímabils með áritun hagsmunaaðila á grenndarkynningargögn.
Fallið var frá fyrri áformum og nýr uppdráttur lagður fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd á fundi nefndar nr. 522, nefndin taldi breytingar þess eðlis að grenndarkynna þyrfti áformin að nýju.
Framkvæmdaraðili hefur nýtt sér ákvæði í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þ.e. stytting grenndarkynningartímabils með áritun hagsmunaaðila á grenndarkynningargögn.
Ekki voru gerðar athugasemdir við grenndarkynningu.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/ og byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/ og byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
8.Umsókn um byggingarleyfi - Sumarhús að Bóli í Önundarfirði - 2019050014
Hugrún Þorsteinsdóttir sækir um byggingarleyfi f.h. Fjallabóls ehf., á lóð Bóls, lnr. 228016. Sótt er um að byggja einnarhæðar frístundarhús úr timbri skv. aðaluppuppdráttum og skráningartöflu frá Hugsjón dags. 14.04.2019, önnur fylgigögn eru álit Veðurstofu í tölvupósti dags. 29.10.2018, umsögn Minjastofnunar 15. mars. 2019
Byggingaráform voru grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum sbr. bókun skipulags- og mannvirkjanefndar á fundi nr.520 athugasemdir bárust á tímabili grenndarkynningar og var tekið tillit til þeirra á fundi nefndar nr. 26.06.2019 sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Byggingaráform voru grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum sbr. bókun skipulags- og mannvirkjanefndar á fundi nr.520 athugasemdir bárust á tímabili grenndarkynningar og var tekið tillit til þeirra á fundi nefndar nr. 26.06.2019 sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerðar 112/2012, m.sbr., byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4. gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Áréttuð er bókun skipulags- og mannvirkjanefndar frá fundi nr. 522
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir athugasemdir sem settar eru fram í fyrsta lið bréfritara að vatnsinntak verði í samræmi við vatnsinntak Selabóls og þannig úr garði gert að það skerði ekki inntakið sem fyrir er. Jafnframt að ákvæðum hverfisverndar H5 sé fylgt þ.e. að Mannvirkjagerðin skuli valda eins lítilli röskun á útivist og umhverfi, þ.e. lífríki, landslagi,fjörum, grunnsævi og leirum, eins og kostur er.
Áréttuð er bókun skipulags- og mannvirkjanefndar frá fundi nr. 522
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir athugasemdir sem settar eru fram í fyrsta lið bréfritara að vatnsinntak verði í samræmi við vatnsinntak Selabóls og þannig úr garði gert að það skerði ekki inntakið sem fyrir er. Jafnframt að ákvæðum hverfisverndar H5 sé fylgt þ.e. að Mannvirkjagerðin skuli valda eins lítilli röskun á útivist og umhverfi, þ.e. lífríki, landslagi,fjörum, grunnsævi og leirum, eins og kostur er.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?