Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Daltunga 3 - Umsókn um byggingarleyfi - 2020020033
Ívar Már Valsson sækir um byggingarleyfi vegna Daltungu 3, Ísafirði. Sótt er um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á staðsteyptum sökklum og timbureiningum, skv. aðaluppdráttum dags. 17.02.2020 frá arkitektastofu Þorgeirs Jónssonar.
Erindi frestað, undirritaðir og uppfærðir aðaluppdrættir hafa ekki borist embætti byggingarfulltrúa.
2.Daltunga 5, Ísafirði - Umsókn um byggingarleyfi - 2020020032
Agnar Ebeneser Agnarsson sækir um byggingarleyfi vegna Daltungu 5, Ísafirði. Sótt er um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á staðsteyptum sökklum og timbureiningum, skv. aðaluppdráttum dags. 17.02.2020 frá arkitektastofu Þorgeirs Jónssonar.
3.Pólgata 2. Umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar - 2020010102
Steinþór Auðunn Ólafsson sækir um byggingarleyfi vegna breytinga á innra fyrirkomulagi og notkun á húsnæði við Pólgötu 2, Ísafirði. Fylgigögn eru aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 02.12.2019
Byggingarfulltrúi kallar eftir frekari gögnum þ.e. lagnateikningar og betri byggingarlýsingu m.t.t. breytinga og í hverju þær felast.
4.Aðalgata 14 - 16, umsókn um breytt innra fyrirkomulag og svalir - 2020080009
Einar Ólafsson sækir um byggingarleyfi f.h. Fisherman ehf., sótt er um breytingar á innra fyrirkomulagi Aðalgötu 14 og 16, einnig er sótt um heimild til uppsetningu svala að þeirri hlið sem snýr að Aðalgötu annarsvegar og Stefnisgötu hinsvegar.
Fylgigögn eru aðaluppdráttur frá Arkiteo ehf., dags. 28.11.2019.
Fylgigögn eru aðaluppdráttur frá Arkiteo ehf., dags. 28.11.2019.
Byggingarfulltrúi vísar erindi til eldvarnareftirlits, jafnframt er kallað eftir frekari gögnum. Gera þarf grein fyrir algildri hönnun sbr. 6.10.3. gr. í byggingarreglugerð. Einnig þarf að gera betur grein fyrir bílastæðum m.t.t. algildrar hönnunar sbr. gr. 6.2.4
5.Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir sólskála að Aðalstræti 9 - 2019060040
Valur Richter sækir um byggingarleyfi vegna sólskála við Aðalstræti 9, Ísafirði. Fylgiskjöl eru Aðaluppdráttur frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 27.08.2019 og umsögn Minjastofnunar dags. 16.10.2019
Framkvæmdin samræmist skipulagsáætlunum og er innan þeirra marka sem tilgreind eru í 2.3.5. gr byggingarreglugerðar.
6.Umsókn um byggingarleyfi. Viðbygging við íbúðarhúsið að Gemlufalli 1 - 2019090119
Á fundi skipulag- og mannvirkjanefndar nr. 527 þann 09.10.2019 var tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi vegna sólskála við einbýlishús að Gemlufalli, nefndin bókaði að ekki þyrfti að grenndarkynna erindi og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram. Sótt er um heimild til að reisa sólstofu, á steyptum sökkli og burðarvirki úr timburgrind einangruð með steinull.
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 34 var farið yfir málsgögn.
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 34 var farið yfir málsgögn.
Óskað er eftir skráningartöflu vegna viðbyggingar, ásamt séruppdrætti sem sýnir lagnir í plötu.
7.Silfurtorg 2, umsókn um byggingarleyfi. Hótel Ísafjörður - 2020020040
Samúel Orri Stefánsson hjá Tækniþjónustu Vestfjarða, sækir um byggingarleyfi f.h. Ísbjargar fjárfestingar ehf., vegna viðbyggingar við Hótel Ísafjörð. Sótt er um að reisa viðbyggingu á steyptum sökklum og léttum útveggjum. Jafnframt er sótt um breytingar á innra fyrirkomulagi á 1. og 5. hæð.
Byggingarfulltrúi vísar erindi til skipulags- og mannvirkjanefdnar og leggur til við nefndina að framkvæmdin verði grenndarkynnt fyrir eftirfarandi aðilum þ.e. Aðalstræti 26, Hafnarstræti 2, Silfurtorg 1, Silfurgata 1 og 2
Fundi slitið - kl. 12:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?