Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
11. fundur 29. apríl 2019 kl. 13:00 - 13:57 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi - 2017010066

Kynntur tölvupóstur frá Hjalta Jóni Pálssyni ráðgjafa hjá Ríkiskaupum, dagsettur 17. apríl 2019, varðandi næstu skref í innkaupum á fjölnota knattspyrnuhúsi.
Starfsmanni nefndarinnar falið að hefja undirbúning að útboði með innkaupafulltrúa Ísafjarðarbæjar og Ríkiskaupum þar sem settur verður hámarkskostnaður við verkið, miðað við greinargóða þarfalýsingu. Einnig er starfsmanni nefndarinnar falið að hefja vinnu við kostnaðarmat á nýju gervigrasi á grasvöllinn á Torfnesi.

Fundi slitið - kl. 13:57.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?