Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
8. fundur 12. febrúar 2019 kl. 13:00 - 13:35 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi - 2017010066

Kynnt minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 7. febrúar 2019, varðandi mögulegar innkaupaleiðir vegna knattspyrnuhúss á Torfnesi.
Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að semja við Ríkiskaup um ráðgjöf við innkaupaferlið. Markaðskönnun fari út sem allra fyrst og á grunni hennar verður tekin ákvörðun um áframhaldandi innkaupaferli.

Fundi slitið - kl. 13:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?