Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi - 2017010066
Lagðar fram líftímakostnaðargreiningar fyrir einangruð og óeinangruð knattspyrnuhús, upphituð í 5 og 10 gráður, frá Verkís hf., dagsettar 14. og 27. desember 2018. Einnig lagður fram tölvupóstur frá Gunnari Kristjánssyni, fulltrúa Verkís hf., dagsettur 3. janúar 2019, varðandi stærðir húsnæðisins.
Nefndin felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að óska eftir greiningu á kostnaði við byggingu óeinangraðs knattspyrnuhúss sem uppfyllir kröfur KSÍ, annarsvegar 46mX61m að innanmáli og hinsvegar 46mX70m.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?