Tilkynning vegna skriðu á Eyrarhlíð

Síðdegis í dag féll skriða á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals. Vegurinn verður ekki opnaður fyrir umferð í bráð en nýjustu upplýsingar má alltaf finna hjá lögreglunni á Vestfjörðum og á www.umferdin.is.

Skriðan hreinsaði ofan af hluta af vatnslögninni til Hnífsdals og er því hætta á að hún fari í sundur eða verði fyrir hnjaski ef frekara grjóthrun verður. Ekki er hægt að hylja lögnina aftur á meðan enn er hætta á skriðuföllum svo Hnífsdælingum er bent á að setja vatn á brúsa ef vera skyldi að loka þurfi fyrir lögnina.

Þetta gildir einnig um íbúa á Hjallavegi og Hlíðarvegi á Ísafirði.

SMS vegna mögulegrar lokunar vatns hefur verið sent til íbúa í gegnum kerfi 1819.is. Skilaboðin sendast eingöngu til þeirra sem eru með skráð símanúmer og heimilisfang hjá 1819 og því þurfa þau sem óska eftir að fá send upplýsingaskeyti að sjá til þess að skráning sé til staðar. Til að skrá númer þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á 1819 og velja Mín skráning undir Minn aðgangur. Þar er hægt að setja inn eða uppfæra símanúmer og heimilisfang.