Stefna og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórn samþykkti á 531. fundi sínum þann 4. apríl 2024 stefnu og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar árin 2024–2027.
Stefnunni er ætlað að bæta upplifun gesta, minnka álag á samfélagið, bæta umhverfismál og tryggja sjálfbærni þessarar mikilvægu atvinnugreinar til lengri tíma.
Eitt af því sem kemur fram í stefnunni er hámarksfarþegafjöldi sem miða skal við. Viðbúnaður Ísafjarðarhafnar og annarra aðila skal taka mið af áætluðum fjölda gesta í höfn. Hér eru jafnan einungis aðgengilegar upplýsingar um hámarksfarþegafjölda skips og er því miðað við það, frekar er raunverulegan fjölda. Ekki eru taldir með starfsmenn um borð.
2024–26 |
0–1.000 |
1.000–3.000 |
3.000–5.000 |
5.000–7.000 |
7.000+ |
2027 og framvegis |
0–1.000 |
1.000–3.000 |
3.000–6.000 |
6.000–8.000 |
8.000+ |
Hafnarstræti göngugata |
x |
x |
á ekki við |
||
Upplýsingamiðstöð opin |
x |
x |
x |
x |
á ekki við |
Tvöföld vakt á upplýsingamiðstöð |
x |
x |
á ekki við |
||
Tryggð opnun á Ísafjarðarkirkju og Safnahúsi |
x |
x |
x |
á ekki við |
|
Heiðursmannasamkomulag um opnun á einkarekinni þjónustu |
x |
x |
á ekki við |
||
Menningarviðburðir fjármagnaðir af höfninni, t.d. á Silfurtorgi |
|
|
x |
x |
á ekki við |
Skip hvött til að fara annað* |
x |
á ekki við |
|||
Lokað fyrir bókanir fleiri skipa* |
x |
||||
|
|
|
|
|
|
Áætlaður raunfjöldi um borð, 2025 og 26 |
0–0,7 þ. |
0,7–2 þ. |
2–3,5 þ. |
3,5–5 |
5 þ.+ |
Áætlaður raunfjöldi um borð, 2027 og síðar |
0–0,7 þ. |
0,7–2 þ. |
2–4 þ. |
4–5,5 |
5,5 þ.+ |
*Á ekki við um árið 2024.
Aðrir punktar úr aðgerðaáætlun eru meðal annars:
- Teknir verða upp fjárhagslegir umhverfishvatar til að draga úr mengun, t.d. EPI, þegar Alþingi heimilar slíka gjaldtöku.
- Komið verði á varanlegri lausn á salernismálum í öllum byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar sem gestir skemmtiferðaskipa heimsækja.
- Verklegar framkvæmdir við að bæta gönguleiðir, öryggismál og aðgengi á Ísafjarðarhöfn skulu hefjast strax 2024. Samhliða verði núverandi gönguleiðir afmarkaðar betur, meðal annars til að varna því að bílar leggi á göngusvæðum.
- Landtaka skemmtiferðaskipa utan hafna í landi Ísafjarðarbæjar er bönnuð nema í undantekningartilvikum.
- Skipstjórum verði bannað að þeyta skipsflautur nema þegar þess er krafist af öryggisástæðum.
- Hafnarstjóri hafi frumkvæði að því að halda tvo fundi á ári með hagaðilum, einn í apríl og annan í september.
Stefnan hlaut umfjöllun í nefndum bæjarins og utan bæjarkerfisins, meðal annars á fundum með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu innan lands og utan. Auk þess var kallað eftir umsögnum íbúa og stefnudrögin kynnt í fjölmiðlum.
Stefna og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar 2024–27