Skíðavikan 90 ára: Kallað eftir viðburðum á dagskrá
20.03.2025
Fréttir

Skíðavikan á 90 ára afmæli í ár og er dagskráin óðum að taka á sig mynd. Setning fer fram á Silfurtorgi miðvikudaginn 16. apríl, þar sem lifandi tónlist og sprettgangan í Hafnarstræti spila stóran þátt. Fastir liðir verða svo á dagskrá á skíðasvæðunum, ef veður og snjóalög leyfa, eins og furðufatadagur, páskaeggjamót og karamelluregn.
Öll sem standa fyrir viðburðum í Ísafjarðarbæ í dymbilvikunni og um páskana eru hvött til að senda viðburðina inn á dagskrá Skíðavikunnar, skidavikan@isafjordur.is.