Páll Brynjar ráðinn bæjarverkstjóri
Páll Brynjar Pálsson hefur verið ráðinn bæjarverkstjóri hjá þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf í febrúar/mars 2025.
Páll er með gagnfræðapróf frá gagnfræðaskóla Akureyrar, hefur öðlast meirapróf og vinnuvélaréttindi, ásamt ADR réttindum. Hann hefur umtalsverða reynslu af og þekkingu á öryggismálum og setið námskeið þar að lútandi.
Frá 2021 til dagsins í dag hefur Páll starfað sem vakstjóri og öryggisvörður hjá N1. Árin 2018 til 2021 starfaði hann sem verslunarstjóri í Smiðjunni og frá 2007 til 2018 sem bílstjóri og öryggisfulltrúi hjá Samskip Ísafirði og í millitíðinni sem bílstjóri hjá Norðurbik (2012 til 2016). Þar áður starfaði hann hjá Olís sem lagerstarfsmaður og sölumaður eða frá 1989 til 2007.
Við bjóðum Pál Brynjar hjartanlega velkominn til starfa.