Ofanflóð 2025: Rannsóknarnefnd Alþingis með viðveru á Ísafirði og í Súðavík

Meðlimir rannsóknarnefndar Alþingis vegna snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995 verða meðal þátttakenda á málþinginu Ofanflóð 2025 um snjóflóð og samfélög sem fram fer á Ísafirði 5. og 6. maí næstkomandi. Nefndin verður svo áfram á Ísafirði og í Súðavík dagana á eftir, 7. og 8. maí, vegna starfa sinna.

Þau sem kynnu að vilja hitta og ræða við nefndina eða koma upplýsingum á framfæri við hana meðan á dvöl hennar á svæðinu stendur er vitaskuld velkomið að hafa samband í því skyni.

Hafa samband
sudavik@rna.is
562-0940.