Kynning vinnslutillögu vegna deiliskipulagsbreytinga í Seljalandshverfi

Líklegt svæði fyrir nýtingu jarðhita samkvæmt athugunum Íslenskra orkurannsókna fyrir OV. 
Mynd: Lo…
Líklegt svæði fyrir nýtingu jarðhita samkvæmt athugunum Íslenskra orkurannsókna fyrir OV.
Mynd: Loftmyndir/Verkís.

Ísafjarðarbær birtir til kynningar vinnslutillögu breytinga á deiliskipulagi Seljalandshverfis á Ísafirði, vegna nýtingar jarðhita, í samræmi við III. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að heimila nýtingu jarðhitavatns og frekari jarðhitaleit ásamt nauðsynlegum innviðum vegna nýtingar jarðhitans. Markmið breytingarinnar er einnig að tryggja að framkvæmdir valdi sem minnstum neikvæðum áhrifum á umhverfið og að vanda verði til umhverfisfrágangs.

Byggingarmagn íbúðarhúsa minnkar frá gildandi skipulagi en í skipulaginu er gert ráð fyrir að mögulegt verði að nýta hluta svæðisins ofan Skógarbrautar fyrir íbúðarbyggð að lokinni jarðhitaleit.

Umsagnir og athugasemdir í skipulagsferlinu eru aðgengilegar í gegnum Skipulagsgátt.

Ábendingar við tillögugerðina má senda inn í gegnum skipulagsgáttina eða til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar: skipulag@isafjordur.is til 7. febrúar 2025. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má einnig fá hjá skipulagsfulltrúa.

Vinnslutillagan er aðgengileg á uppdrætti og greinargerð með forsendum breytinga á bæjarskrifstofum og á hér fyrir neðan:

Uppdráttur og greinargerð

Opið hús verður haldið á umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar, 4. hæð Stjórnsýsluhússins að Hafnarstræti 1 á Ísafirði, föstudaginn 17. janúar 2025 kl. 10:00 til 12:00.

Vakin er athygli á því að aðeins er um að ræða vinnslutillögu breytinga á deiliskipulagi en ekki formlega auglýsingu.

Tengdar auglýsingar:
Kynning vinnslutillögu vegna breytinga á aðalskipulagi — Nýting jarðhita í Seljalandshverfi

Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar