Ísafjörður: Lausar lóðir á nýju skipulagssvæði á Suðurtanga

Lausar eru til umsóknar fjórar lóðir á nýju deiliskipulagssvæði, á Suðurtanga, hafnar- og iðnaðarsvæði á Ísafirði.

Deiliskipulag – uppdráttur
Deiliskipulag – greinargerð

Hrafnatangi 4
Hafnsækin starfsemi
Stærð lóðar: 3.975,4 m2. Nýtingarhlutfall: 1,0.
Hámarkshæð bygginga: **

Hrafnatangi 6
Hafnsækin starfsemi
Stærð lóðar: 4.123,3 m2. Nýtingarhlutfall: 1,0.
Hámarkshæð bygginga: **

Æðartangi 9
Iðnaðarstarfsemi
Stærð lóðar: 2.478,7 m2. Nýtingarhlutfall: 1,0.
Hámarkshæð bygginga: 11,5*.

Æðartangi 11
Iðnaðarstarfsemi
Stærð lóðar: 2.549,8 m2. Nýtingarhlutfall: 1,0.
Hámarkshæð bygginga: 11,5*.

* Hæð bygginga takmarkast af hindranaflötum, sjá töflu 4.2 á blaðsíðu 32-33 í greinargerð deiliskipulags.
**Hæð bygginga takmarkast af hindranaflötum en skal þó ekki vera hærri en tilgreint er í töflu 4.2 á blaðsíðu 32-33 í greinargerð deiliskipulags.

Sótt er um í gegnum þjónustugátt Ísafjarðarbæjar.
Umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar.

Vakin er athygli á reglum Ísafjarðarbæjar um úthlutun lóða.

Nánari upplýsingar gefur Helga Þuríður Magnúsdóttir, helgathuridur@isafjordur.is, verkefnastjóri hjá umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar.