Frístundastyrkir fyrir börn í 5.–10. bekk

Bæjarstjórn samþykkti á 547. fundi sínum að taka upp frístundastyrk fyrir börn í 5.–10. bekk í grunnskóla, sem eru með lögheimili í Ísafjarðarbæ.

Markmið styrksins er að tryggja jöfnuð, auka fjölbreytni í íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og styðja við þroska barna og unglinga. Einnig að hvetja til meiri hreyfingar, félagslegra samskipta og hjálpa til við að koma í veg fyrir að börn og unglingar hætti í tómstundum.

Fyrirhugað er að styrkurinn verði greiddur beint til þeirra félaga sem standa fyrir frístundastarfi og að hægt verði að ráðstafa honum hvenær sem er á árinu, óháð fjölda greina eða námskeiða. Foreldrar munu geta sótt um styrkinn í gegnum forritið Abler og verður það auglýst sérstaklega þegar opnað verður fyrir umsóknir.

Allt skipulagt íþrótta-, lista- eða tómstundastarf sem fer fram undir leiðsögn þjálfara, kennara eða leiðbeinanda sem er 18 ára og eldri er styrkhæft.

Íbúar og forsvarsmenn tómstundastarfs eru hvattir til að kynna sér reglur um frístundastyrk í Ísafjarðarbæ.

Nánari upplýsingar veitir Dagný Finnbjörnsdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, dagnyf@isafjordur.is