Ert þú með viðburð fyrir Púkann?

Púkinn, barnamenningarhátíð á Vestfjörðum, verður haldin dagana 31. mars – 11. apríl 2025. Þema hátíðarinnar var valið af ungmennaráði Vestfjarða og er það: Vestfirskar þjóðsögur.

Hægt er að sækja um styrki til að vera með viðburði tengda hátíðinni og er umsóknarfrestur til og með 23. janúar.

Markmið með sjóðnum er að tryggja vestfirskum börnum vandaða menningarviðburði til að njóta eða taka þátt í. Viðburðir þurfa ekki að fara fram á meðan á hátíðinni stendur en mælst er til að hægt verði að njóta afraksturs þeirra innan dagsetninga hennar.

Styrkjum er úthlutað til einstakra viðburða, eða raða viðburða. Ekki eru veittir styrkir til rekstrar‐, stofnkostnaðar‐ eða endurbóta eigna eða fyrirtækja. Úthlutað er til lögráða einstaklinga, listhópa, félagasamtaka, stofnana eða fyrirtækja sem koma að menningarviðburðum fyrir börn á Vestfjörðum.

Nánari upplýsingar og umsóknarform má finna hjá Vestfjarðastofu.