Einstaklingsráðgjöf hjá Bjarkarhlíð á Ísafirði 29. apríl

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar vekur athygli á því að Bjarkarhlíð býður upp á einstaklingsráðgjöf á Ísafirði þriðjudaginn 29. apríl. Hægt er að bóka tíma á heimasíðu Bjarkarhlíðar, á bjarkarhlid.is eða í NOONA appinu. Einnig er hægt að fá upplýsingar eða bóka tíma í síma 553 3000.

Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður áfallamiðaða ráðgjöf, stuðning og upplýsingar fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum, 18 ára og eldri.