Breyting á deiliskipulagi vegna Mjólkárlínu II samþykkt

Mynd: Verkís
Mynd: Verkís

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 20. júní 2024 breytingar á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar vegna Mjólkárlínu II.

Tilgangur skipulagsbreytingar er að færa lagnaleið Mjólkárlínu II til að rýma fyrir annarri starfsemi landeiganda. Lagnaleiðin liggur um tún og ræktað land líkt og fyrri lagnaleið.

Breytingin í Skipulagsgátt

Breytingin var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 24. júlí til 7. september 2024. Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust á kynningartímanum. Bæjarstjórn samþykkti að lagnaleið jarðstrengs Mjólkárlínu 2 á láglendi, færist norður fyrir byggingar Mjólkárvirkjunar.

Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar.

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar