Breyting á deiliskipulagi Suðurtanga samþykkt

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 31. október 2024 breytingar á deiliskipulagi Suðurtanga á Ísafirði.

Markmið með deiliskipulagsbreytingunni er að fjölga atvinnulóðum, m.a. í sjávartengdri starfsemi, og samþætta fjölbreytta nýtingu á skipulagssvæðinu. Við útfærslu skipulagsins hefur verið lögð áhersla á öryggi vegfarenda, gæði byggðar, ásýnd svæðisins, varðveislu menningarminja og viðbrögð og varnir við sjávarflóðum. Séstaklega er hugað að gönguleiðum farþega skemmtiferðaskipa og samspili þeirra við starfsemi á Suðurtanga og Eyrinni.

Breytingin í Skipulagsgátt

Tvö deiliskipulög á Suðurtanga verða sameinuð í eitt endurskoðað deiliskipulag. Gildandi deiliskipulög verða því felld úr gildi.

Breytingin var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 24. júní til 8. september 2024. Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust á kynningartímanum.

Bæjarstjórn samþykkti breytingar á deiliskipulagi Suðurtanga, iðnaðar-, athafna- og þjónustusvæði.

Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar.

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar