Breyting á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar samþykkt
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 13. febrúar 2024 breytingar á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar.
Markmið með deiliskipulagsbreytingunni er að heimila hækkun stíflu við Tangavatn og nýja virkjun, þ.e. þrýstipípu, stöðvarhús, veg og efnistöku, á milli Tangavatns og að Hólmavatns. Einnig er gert ráð fyrir rafstreng og ljósleiðara á milli Langavatns, Tangavatns og stöðvarhúss við Hólmavatn. Leyfilegt heildarafl virkjunarinnar (12,05 MW) breytist ekki. Einnig gert ráð fyrir afgreiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti og nýbyggingum neðan þjóðvegar nr. 60 sunnan Mjólkár.
Skipulagsbreytingin í Skipulagsgátt
Heimild fyrir tímabundnar vinnubúðir er sett inn í deiliskipulagið en samsvarandi heimild er nú felld út úr deiliskipulagi við munna Dýrafjarðarganga í landi Rauðsstaða og Borgar frá árinu 2016.
Breytingin var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 4. september til 18. október 2024. Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust á kynningartímanum.
Bæjarstjórn samþykkti stækkun Mjólkárvirkjunar, áform Orkubús Vestfjarða um afhendingu á endurnýjanlegu eldsneyti við Mjólkárvirkjun og nýjar byggingar í tengslum við starfsemi svæðisins.
Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar.
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar