Bæjarráð opið fyrir viðræðum sameiningu við Árneshrepp

Ályktun hreppsnefndar Árneshrepps um sameiningu sveitarfélaga var tekin á dagskrá á 1253. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar sem fram fór mánudaginn 4. september.

Í ályktuninni er lýst yfir vilja hreppsnefndarinnar til viðræðna við önnur sveitarfélög um sameiningu. Bæjarráð bókaði að Ísafjarðarbær væri opinn fyrir viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna. Sveitarfélögin liggi saman þó þar sé reyndar vegleysa.