Bæjarfulltrúar á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga
20.03.2025
Fréttir

Sigríður Júlía í pontu á landsþingi 2025.
Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sækja í dag, fimmtudaginn 20. mars, landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025.
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og kemur saman árlega. Ísafjarðarbær á þrjá kjörna landsþingsfulltrúa, sem jafnframt hafa atvæðisrétt. Það eru þau Gylfi Ólafsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Steinunn Guðný Einarsdóttir. Þá eru framkvæmdastjórar sveitarfélaga með málfrelsi á þinginu.
Á dagskrá þingsins, fyrir utan hefðbundin þingstörf, eru ávörp frá innviðaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra og kynningar á stöðu fjármála sveitarfélaga vegna kjarasamninga og breytingum á Jöfnunarsjóði. Þá eru lagðar fram tillögur frá þingfulltrúum:
- Tillaga um skipun milliþinganefndar til að endurskoða reglur um stjórnarkjör
Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. - Tillaga að skipan starfshóps um endurskoðun á samþykktum Sambandsins
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar. - Tillaga til ályktunar varðandi flugöryggi og framtíð Reykjavíkurflugvallar
Ásthildur Sturludóttir Akureyrarbær
Dagmar Ýr Stefánsdóttir Múlaþingi
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Dalvíkurbyggð
Finnur Yngvi Kristinsson Eyjafjarðarsveit,
Gerður Björk Sveinsdóttir Vesturbyggð
Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjabær
Katrín Sigurjónsdóttir Norðurþingi,
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir Þingeyjarsveit
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir Ísafjarðarbæ,
Snorri Finnlaugsson Hörgárbyggð og
Þórunn Sif Harðardóttir Svalbarðsstrandarhreppi
Þröstur Friðfinnsson Grýtubakkahreppi.