Bæjarfulltrúar á landsþingi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga

Sigríður Júlía í pontu á landsþingi 2025.
Sigríður Júlía í pontu á landsþingi 2025.

Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sækja í dag, fimmtudaginn 20. mars, landsþing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga 2025

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og kemur saman árlega. Ísafjarðarbær á þrjá kjörna landsþingsfulltrúa, sem jafnframt hafa atvæðisrétt. Það eru þau Gylfi Ólafsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Steinunn Guðný Einarsdóttir. Þá eru framkvæmdastjórar sveitarfélaga með málfrelsi á þinginu.

Á dagskrá þingsins, fyrir utan hefðbundin þingstörf, eru ávörp frá innviðaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra og kynningar á stöðu fjármála sveitarfélaga vegna kjarasamninga og breytingum á Jöfnunarsjóði. Þá eru lagðar fram tillögur frá þingfulltrúum: