Auglýsing um kjörfund vegna alþingiskosninga 2024

Kjörfundur vegna alþingiskosninga í Ísafjarðarbæ verður haldinn laugardaginn 30. nóvember 2024.

Kjörfundur hefst kl. 09:00 í öllum kjördeildum og stendur til kl. 21:00 í 1.-3. kjördeild en til kl. 18:00 í 4.-6. kjördeild. Sérstök athygli er vakin á því að kjörstaðir verða opnir skemur en í fyrri kosningum.

Kosið verður á eftirtöldum stöðum:

1.-3. kjördeild er í Menntaskólanum á Ísafirði (sjá á korti)
Opið frá 9:00-21:00.

4. kjördeild er í Grunnskólanum á Suðureyri (sjá á korti)
Opið frá 9:00-18:00.

5. kjördeild er í Grunnskóla Önundarfjarðar á Flateyri (sjá á korti)
Opið frá 9:00-18:00.

6. kjördeild er í Grunnskólanum á Þingeyri (sjá á korti)
Opið frá 9:00-18:00.

Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili á viðmiðunardegi. Kjósendur geta kannað hvar þeir eiga að kjósa á vef Þjóðskrár. Kjörskrá liggur frammi til kjördags á skrifstofu Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði. 

Nánari upplýsingar um kosningarnar má finna á kosningasíðu Ísafjarðarbæjar.

Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki á kjörstað.

Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður í Menntaskólanum á Ísafirði. Sími yfirkjörstjórnar á kjördag er 450-4407.

Yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar
Kristín Þóra Henrysdóttir
Jóhanna Oddsdóttir
Guðný Stefanía Stefánsdóttir